Sex litríkar borgir sem gleðja augað

Ítalía | 16. október 2022

Sex litríkar borgir sem gleðja augað

Litríkar borgir finnast víða um heim og óhætt að segja að þær hafi einstakan sjarma. Architectural Digest tók nýlega saman litríkustu borgirnar og hér má sjá sex borgir sem gleðja augað. 

Sex litríkar borgir sem gleðja augað

Ítalía | 16. október 2022

Samsett mynd

Litríkar borgir finnast víða um heim og óhætt að segja að þær hafi einstakan sjarma. Architectural Digest tók nýlega saman litríkustu borgirnar og hér má sjá sex borgir sem gleðja augað. 

Litríkar borgir finnast víða um heim og óhætt að segja að þær hafi einstakan sjarma. Architectural Digest tók nýlega saman litríkustu borgirnar og hér má sjá sex borgir sem gleðja augað. 

Cinque Terre á Ítalíu

Cinque Terre er staðsett við ítölsku rivíeruna, en þar má sjá skæra liti tóna fallega við bláan sjóinn. Borgin er talin vera einn litríkasti staður heims, en staðurinn er eftirsóttur og fær að meðaltali 718 þúsund leitir á Google dag hvern. 

Clinque Terre á Ítalíu.
Clinque Terre á Ítalíu. Ljósmynd/Unsplash/Rahul Chakraborty

Bo Kaap í Suður-Afríku

Bo Kaap hverfið er staðsett í Höfðaborg, sem er þriðja stærsta borgin í Suður-Afríku. Hverfið var áður þekkt sem Malay Quarter, en það er þekkt fyrir litrík hús. Litirnir eru táknrænir og eiga að endurspegla frelsi húseigendanna þar sem leiguhúsnæði voru vanalega máluð hvít.

Bo Kaap í Höfðaborg, Suður-Afríku.
Bo Kaap í Höfðaborg, Suður-Afríku. Ljósmynd/Unsplash/Claudio Fonte

Chedchaouen í Marokkó

Hin svokallaða Bláa borg er staðsett við rætur Rif-fjallsins í Marokkó. Borgin er vinsæll ferðamannastaður enda gera töfrandi bláir tónar hana sérlega eftirsótta. 

Chedchaouen í Marokkó.
Chedchaouen í Marokkó. Ljósmynd/Unsplash/Mohammed Iak

Burano á Ítalíu

Burano er eyja á Norður-Ítalíu sem er þekkt fyrir litríkar byggingar. Staðurinn hefur verið vinsæll ferðamannastaður, en þar að auki hefur fjöldi listamanna sest þar að. 

Burano á Norður-Ítalíu.
Burano á Norður-Ítalíu. Ljósmynd/Unsplash/Sean Robertson

Gamla Havana á Kúbu

Gamla Havana er, eins og nafnið gefur til kynna, eitt elsta hverfið í Havana, höfuðborg Kúbu. Hverfið var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 1982, en þar má finna fallegar og litríkar byggingar. 

Gamla Havana á Kúbu.
Gamla Havana á Kúbu. Ljósmynd/Unsplash/Persnickety Prints

Procida á Ítalíu

Procida er staðsett á Suður-Ítalíu og er fræg fyrir einstök pastellituð hús. Sagan segir að húsin hafi upphaflega verið máluð í litunum svo að sjómenn ættu auðveldara með að bera kennsl á heimili sín eftir að hafa verið út á sjó. 

Procida á Ítalíu.
Procida á Ítalíu. Ljósmynd/Unsplash/Nati
mbl.is