Óvirk á OnlyFans eftir símtal frá pabba sínum

Áhrifavaldar | 18. október 2022

Óvirk á OnlyFans eftir símtal frá pabba sínum

Raunveruleikastjarnan Larsa Pippen segir símtal frá pabba sínum hafa dregið verulega úr viðveru hennar á miðlinum OnlyFans, en hún segir pabba sinn hafa hringt og beðið hana að hætta á miðlinum. 

Óvirk á OnlyFans eftir símtal frá pabba sínum

Áhrifavaldar | 18. október 2022

Larsa Pippen hefur verið óvirk á OnlyFans upp á síðkastið.
Larsa Pippen hefur verið óvirk á OnlyFans upp á síðkastið. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Larsa Pippen segir símtal frá pabba sínum hafa dregið verulega úr viðveru hennar á miðlinum OnlyFans, en hún segir pabba sinn hafa hringt og beðið hana að hætta á miðlinum. 

Raunveruleikastjarnan Larsa Pippen segir símtal frá pabba sínum hafa dregið verulega úr viðveru hennar á miðlinum OnlyFans, en hún segir pabba sinn hafa hringt og beðið hana að hætta á miðlinum. 

„Pabbi hringdi í mig og sagði að margir væru að hringja í hann vegna OnlyFans reikningsins míns. Hann sagði: „Ég veit ekki hvað OnlyFans er, en þú verður að loka reikningnum þínum þar“,“ útskýrði Pippen. Fram kemur á vef People að Pippen hafi verið mjög virk á miðlinum og segir hún pabba sinn hafa „tekið kynþokka sinn í burtu“ með símtalinu. 

Fékk 29 milljónir frá einum einstaklingi

Aðspurð um hæstu greiðsluna sem hún hefur fengið fyrir að vera efnishöfundur á OnlyFans segist Pippen mest hafa fengið 200 þúsund bandaríkjadali, eða rúmar 29 milljónir, frá einum einstaklingi yfir tveggja vikna tímabil. 

Pippen er ekki eina fræga stjarnan sem heldur úti OnlyFans reikningi, en þó nokkur fræg andlit hafa birst á miðlinum. Þar á meðal eru Cardi B, Tyga, Blanc Chyna, Bella Thorne, Tyler Posey og Aaron Carter svo nokkrir séu nefndir. Þar að auki gekk rokkarinn Tommly Lee til liðs við OnlyFans eftir að hafa birt nektarmynd á samfélagsmiðlinum Instagram í ágúst. 

mbl.is