Milli heims og helju í nokkrar vikur

Edrúland | 19. október 2022

Milli heims og helju í nokkrar vikur

Leikarinn Matthew Perry segir að þegar hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir nokkrum árum eftir að hafa misnotað áfengi og fíkniefni hafi læknar gefið honum 2% lífslíkur. Perry hefur barist við fíkn alla sína ævi en hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Chandler Bing í þáttunum Friends frá 1994 til 2004. 

Milli heims og helju í nokkrar vikur

Edrúland | 19. október 2022

Matthew Perry lá í dái í tvær vikur.
Matthew Perry lá í dái í tvær vikur. AFP

Leikarinn Matthew Perry segir að þegar hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir nokkrum árum eftir að hafa misnotað áfengi og fíkniefni hafi læknar gefið honum 2% lífslíkur. Perry hefur barist við fíkn alla sína ævi en hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Chandler Bing í þáttunum Friends frá 1994 til 2004. 

Leikarinn Matthew Perry segir að þegar hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir nokkrum árum eftir að hafa misnotað áfengi og fíkniefni hafi læknar gefið honum 2% lífslíkur. Perry hefur barist við fíkn alla sína ævi en hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Chandler Bing í þáttunum Friends frá 1994 til 2004. 

Perry opnar sig í nýrri sjálfsævisögu, Friends, lovers and the Big Terrible Thing, sem kemur út hinn 1. nóvember næstkomandi. Í viðtali við People segist hann loksins vera kominn á þann stað að hann geti deilt sannleikanum um líf sitt. 

„Ég vildi deila þessu þegar ég var öruggur frá því að lenda ekki á röngu hlið lífsins aftur,“ sagði Perry í viðtalinu. 

Lá í dái í tvær vikur

Perry var lagður inn á spítala fyrir fjórum árum, þegar hann var 49 ára gamalll. Ristillinn hans sprakk eftir misnotkun ópíóða-verkjalyfja. Var hann milli heims og helju í nokkrar vikur, þar af tvær í dái. 

Lá hann inni á spítala í fimm mánuði og þurfti að notast við stóma í níu mánuði. 

„Læknarnir sögðu fjölskyldu minni að það væru 2% líkur á því að ég myndi lifa þetta af. Ég var tengdur við ECMO tæki, sem vinnur alla vinnuna fyrir hjartað og lungun. Þetta er kallað Hail Mary. Enginn lifir þetta af,“ sagði Perry.

Perry hefur farið fimmtán sinnum í meðferð.
Perry hefur farið fimmtán sinnum í meðferð. mbl.is/Cover Media

Edrú í 9. seríu

Perry fékk hlutverk í Friends þegar hann var 24 ára gamall og segir alkóhólismann hafa verið farinn að koma fram þá. „Ég hafi samt ákveðna stjórn þá, þannig sé. En þegar ég var 34 ára þá var ég kominn í mikil vandræði,“ sagði Perry. 

Eina serían sem hann var edrú allan tímann var níunda seríu, og þá var hann einmitt tilnefndur fyrir hlutverk sitt í þáttunum. 

Á einum tímapunkti á Friends-árunum segist hann hafa verið svo háður verkjalyfjum að hann tók 55 pillur á dag og var aðeins 58 kíló. „Ég gat ekki hætt. Ef löggan kæmi heim til mín og segði mér að ég myndi enda í fangelsi ef ég drykki í kvöld, þá myndi ég bara byrja að pakka niður. Ég gat ekki hætt því þetta er sjúkdómur og fíknin hafði ágerst. Þannig þetta verður bara verra með aldrinum,“ sagði Perry.

Perry hefur fengið mikla hjálp frá meðleikurum sínum í Friends …
Perry hefur fengið mikla hjálp frá meðleikurum sínum í Friends í gegnum árin.

Betri í dag

Perry hefur fengið mikla hjálp frá vinum sínum, fjölskyldu og einnig meðleikurum sínum í Friends í gegnum árin. Þetta hefur þó verið erfið barátta og hann farið fimmtán sinnum í meðferð á ævinni. 

„Ég er við þokkalega heilsu núna. Ég þarf að fara hætta að mæta í ræktina, því ég vil ekki bara geta leikið ofurhetjur. Nei ég segi svona, ég er nokkuð heilsuhraustur gaur um þessar mundir,“ sagði Perry. 

mbl.is