Skandinavísku merkin sem stjörnurnar elska

Fatastíllinn | 19. október 2022

Skandinavísku merkin sem stjörnurnar elska

Stjörnurnar virðast yfir sig hrifnar af skandinavískri hönnun hvort sem um ræðir fatnað, skó, fylgihluti eða muni á heimilið. Smartland tók saman nokkur skandinavísk merki sem virðast vera í sérstöku uppáhaldi í Hollywood, en það er óhætt að segja að skandinavísk hönnun sé að teygja hratt úr sér um þessar mundir.

Skandinavísku merkin sem stjörnurnar elska

Fatastíllinn | 19. október 2022

Hollywood-stjörnurnar elska skandinavísku tískuhúsin.
Hollywood-stjörnurnar elska skandinavísku tískuhúsin. Samsett mynd

Stjörnurnar virðast yfir sig hrifnar af skandinavískri hönnun hvort sem um ræðir fatnað, skó, fylgihluti eða muni á heimilið. Smartland tók saman nokkur skandinavísk merki sem virðast vera í sérstöku uppáhaldi í Hollywood, en það er óhætt að segja að skandinavísk hönnun sé að teygja hratt úr sér um þessar mundir.

Stjörnurnar virðast yfir sig hrifnar af skandinavískri hönnun hvort sem um ræðir fatnað, skó, fylgihluti eða muni á heimilið. Smartland tók saman nokkur skandinavísk merki sem virðast vera í sérstöku uppáhaldi í Hollywood, en það er óhætt að segja að skandinavísk hönnun sé að teygja hratt úr sér um þessar mundir.

Acne Studios

Acne Studios er tískuhús í Stokkhólmi sem hefur notið mikilla vinsælda víða um heim, en það var Jonny Johansson sem stofnaði tískuhúsið árið 1996. Áhugi Johanssons á ljósmyndun, list, arkitektúr og menningu endurspeglast í fatnaðinum sem er einfaldur og vandaður.

Fjölmargar stjörnur halda upp á merkið, þar á meðal eru Harry Styles, Rihanna, Kylie Jenner og Hailey Bieber. 

View this post on Instagram

A post shared by Acne Studios (@acnestudios)

Stine Goya

Danski hönnuðurinn Stine Goya setti fatamerki sitt á markað árið 2006. Litir og skemmtileg mynstur eru áberandi í hönnun hennar sem virðist vera að hitta beint í mark hjá stjörnum á borð við Kendall Jenner, Priyanka Chopra, Kristen Stewart og Lily Allen.

Ganni

Danska merkið Ganni var stofnað af Frans Truelsen árið 2000. Árið 2009 tóku Reffstrup-hjónin við fyrirtækinu, en það var þá sem vinsældir merkisins jukust verulega. Ganni er þekkt fyrir litríkar og stílhreinar flíkur þar sem áhersla er lögð á hvert smáatriði. 

View this post on Instagram

A post shared by GANNI (@ganni)

Bella Hadid, Hailey Bieber og Offset eru meðal stjarna sem hafa mikið dálæti á merkinu. 

HAN Kjøbenhavn

Danska merkið HAN Kjøbenhavn var stofnað af Jannik Wikkelsø Davidsen árið 2008. Til að byrja með kom út gleraugnalína en vörumerkið stækkaði svo fljótlega og fór að selja fatnað. Stjörnur á borð við Beyoncé og Juliu Fox hafa klæðst fatnaði frá merkinu. 

Holzweiler

Norska tískuhúsið Holzweiler var stofnað árið 2012 af systkinunum Susanne og Andreas Holzweiler. Merkið leggur áherslu á að búa til tímalausar flíkur og sækir innblástur sinn í náttúruna, arkitektúr, list og menningu. Systurnar Bella og Gigi Hadid virðast ansi hrifnar af merkinu, enda hafa þær sést skarta flíkum þaðan oftar en einu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by HOLZWEILER (@holzweiler)

H2OFagerholt

Margir kannast við danska íþróttamerkið H2O, en það var stofnað árið 1982 af Jens Knud Lind. Árið 2018 var H2OFagerholt stofnað þegar Julie Fagerholt og Bex Fagerholt sameinuðu krafta sína með H2O, en markmiðið var að fylla inn í bilið milli íþróttafatnaðs og tísku.

Útkoman er glæsileg og hefur merkið notið mikilla vinsælda, meðal annars hjá stjörnum á borð við Selenu Gomez, Kim Kardashian og Bellu Hadid.

mbl.is