Búist við breiðvirkara bóluefni eftir áramót

Kórónuveiran COVID-19 | 20. október 2022

Búist við breiðvirkara bóluefni eftir áramót

„Við vonumst til að geta boðið upp á bólu­efni með víðtækari vörn gegn HPV-veirunni á næsta ári, en slíkt bóluefni gefur breiðvirkari vörn gegn HPV-veirunni og vinn­ur á fleiri teg­und­um veirunn­ar en bóluefnið sem verið er að nota núna,“ seg­ir Guðrún Asp­e­lund sótt­varn­ar­lækn­ir hjá embætti Land­lækn­is í sam­tali við mbl.is.

Búist við breiðvirkara bóluefni eftir áramót

Kórónuveiran COVID-19 | 20. október 2022

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu.
Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vonumst til að geta boðið upp á bólu­efni með víðtækari vörn gegn HPV-veirunni á næsta ári, en slíkt bóluefni gefur breiðvirkari vörn gegn HPV-veirunni og vinn­ur á fleiri teg­und­um veirunn­ar en bóluefnið sem verið er að nota núna,“ seg­ir Guðrún Asp­e­lund sótt­varn­ar­lækn­ir hjá embætti Land­lækn­is í sam­tali við mbl.is.

„Við vonumst til að geta boðið upp á bólu­efni með víðtækari vörn gegn HPV-veirunni á næsta ári, en slíkt bóluefni gefur breiðvirkari vörn gegn HPV-veirunni og vinn­ur á fleiri teg­und­um veirunn­ar en bóluefnið sem verið er að nota núna,“ seg­ir Guðrún Asp­e­lund sótt­varn­ar­lækn­ir hjá embætti Land­lækn­is í sam­tali við mbl.is.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að ekki hafi verið boðið upp á Gardasil 9 hér á landi í almennri bólusetningu, en bólu­efnið veiti 90% vörn gegn níu teg­und­um HPV veirunn­ar. Þess í stað sé boðið upp á Cervarix sem sé slak­ari kost­ur, enda veiti það 70% vörn gegn tveim­ur af­brigðum HPV-veirunn­ar.

Lögboðin útboð

Guðrún seg­ir að bólu­efni séu keypt eftir útboð. Útboð er lög­bundið ferli op­in­berra stofn­ana þegar verið er að kaupa bólu­efni en einnig ýmsa aðra vöru og þjónustu miðað við kostnaðaráætlun. „Við get­um ekki bara ákveðið hvaða bólu­efni við vilj­um kaupa. Það þarf að gera útboð og þá koma ýmis til­boð sem eru svo met­in út frá kostnaði og ávinn­ingi og á þeim for­send­um er tek­in ákvörðun um kaup­in. Þetta er hægt að kynna sér t.d. á vef Ríkiskaupa og í lögum um opinber innkaup.“ 

Guðrún seg­ir að í síðasta útboði hafi umrætt bóluefni ekki staðið þeim til boð og hafi verið gerður samningur um annað bóluefni. „Núna verður útboð vænt­an­lega í nóv­em­ber eða des­em­ber og þá kem­ur í ljós hvaða bólu­efni koma þar inn, en það er mik­ill vilji til að bjóða útvíkkað bólu­efni núna. Ef það geng­ur allt eft­ir þá mun­um við geta boðið upp á nýtt bóluefni strax á næsta ári.“

Dýrara lyf

Tals­verð umræða hef­ur verið um þessi lyf gegn HPV-veirunni í fjöl­miðlum á þessu ári. Guðrún er spurð hvort haft hafi verið sam­band við Land­læknisembætt­is vegna þess. „Það eru ein­hverj­ir sem hafa haft sam­band,“ seg­ir hún og þeir hafi haft þá skoðun að þetta lyf ætti að vera í boði vegna þess að það veiti betri vörn en önn­ur lyf.

„Þetta lyf er dýr­ara en það veit­ir víðtæk­ari vörn gegn fleiri af­brigðum HPV-veirunn­ar. Það veit­ir vörn gegn krabba­meini, eins og hitt bólu­efnið sem er í notk­un. Breiðvirkara bóluefnið veit­ir einnig vörn gegn þeim tegundum sem valdi vört­um sem geta verið afleiðing HPV sýk­ingar, sem bólu­efnið sem er í notk­un ger­ir ekki.“

Þarf að meta ávinning til langs tíma

Guðrún seg­ir mik­il­vægt að líta til lengri tíma þegar met­in eru svona bólu­efni, bæði hvað varðar virkni á sjúk­dóma en líka þegar fjár­hags­legi þátt­ur­inn er skoðaður. „Það er hugs­an­lega meiri ávinn­ing­ur af útvíkkuðu bóluefni ef við lit­um til fækk­un krabba­meina, sem og í sparnaði í heil­brigðisþjón­ustu við eft­ir­lit og ann­an kostnað vegna sjúk­dóma, bæði krabba­meins og vörtu­sjúk­dóms. En vissu­lega tek­ur það mörg ár að koma fram.“

mbl.is