Fjöldi ferðamanna tæplega þrjár milljónir árið 2025

Ferðamenn á Íslandi | 20. október 2022

Fjöldi ferðamanna tæplega þrjár milljónir árið 2025

Formleg spá Ferðamálastofu um fjölda erlendra ferðamanna, gistinátta þeirra og eyðslu hér á landi allt frá næstu mánuðum og til ársins 2025 er komin.

Fjöldi ferðamanna tæplega þrjár milljónir árið 2025

Ferðamenn á Íslandi | 20. október 2022

Spár gera ráð fyrir tæplega þremur milljónum ferðamanna árið 2025 …
Spár gera ráð fyrir tæplega þremur milljónum ferðamanna árið 2025 samkvæmt spá Ferðamálastofu. mbl.is/Unnur Karen

Formleg spá Ferðamálastofu um fjölda erlendra ferðamanna, gistinátta þeirra og eyðslu hér á landi allt frá næstu mánuðum og til ársins 2025 er komin.

Formleg spá Ferðamálastofu um fjölda erlendra ferðamanna, gistinátta þeirra og eyðslu hér á landi allt frá næstu mánuðum og til ársins 2025 er komin.

Á yfirstandandi ári mun fjöldi ferðamanna vera um 1,7 milljónir. Á næsta ári er spáð tæplega 2,4 milljónum ferðamanna sem mun fjölga jafnt og þétt upp í tæplega þrjár milljónir árið 2025 samkvæmt spá Ferðamálastofu.

Samkvæmt langtímahorfum má ætla að ferðamenn geti orðið um 3,5 milljónir árið 2030 en sú spá er mikilli óvissu háð.

Fjöldi gistinátta spáð nálægt 6,7 milljónum 2025

Fjölda gistinátta er spáð 4,5 milljónir á yfirstandandi ári og í kringum 5,5 milljónir á því næsta og er fjöldinn mestur á þriðja ársfjórðungi. Þá er spáð að draga muni nokkuð úr vextinum og fjöldi gistinótta erlendra ferðamanna verði um 6,3 milljónir árið 2024 og nálægt 6,7 milljónum árið 2025.

Samkvæmt spám um kortaveltu mun kortavelta vera rúmlega 250 milljarðar króna í ár. Ætla má að heildarvelta erlendra greiðslukorta verði rétt rúmlega 330 milljarða á næsta ári.

Ekki hjá því komist að nefna það að þegar við hófum þetta ferli hefðum við ekki getað séð fyrir þá atburði sem raungerðust eins og kórónuveirufaraldurinn sem sett ferðaþjónustu úr skorðum. Mikilvægt að í framtíðinni verði sú reynsla nýtt við spágerð," sagði Dr. Gunnar Haraldsson sem leitt hefur vinnu við þróun spákerfis um erlenda ferðamenn hér á landi fyrir Ferðamálastofu í fyrirlestri um fyrstu spár.

mbl.is