Kirkjufellið hin nýja Reynisfjara

Ferðamenn á Íslandi | 20. október 2022

Kirkjufellið hin nýja Reynisfjara

Einn maður lést í slysi á Kirkju­felli í Grundarfirði í gær en undanfarin ár hafa verið nokkur banaslys auk þess sem björgunarsveitir hafa í þó nokkur skipti þurft að bjarga fólki niður sem hefur annað hvort lent í sjálfheldu eða slysi.

Kirkjufellið hin nýja Reynisfjara

Ferðamenn á Íslandi | 20. október 2022

Lágskýjað var í gær á Kirkjufelli en um leið og …
Lágskýjað var í gær á Kirkjufelli en um leið og mosinn blotnar verða aðstæður á fjallinu stórhættulegar. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Einn maður lést í slysi á Kirkju­felli í Grundarfirði í gær en undanfarin ár hafa verið nokkur banaslys auk þess sem björgunarsveitir hafa í þó nokkur skipti þurft að bjarga fólki niður sem hefur annað hvort lent í sjálfheldu eða slysi.

Einn maður lést í slysi á Kirkju­felli í Grundarfirði í gær en undanfarin ár hafa verið nokkur banaslys auk þess sem björgunarsveitir hafa í þó nokkur skipti þurft að bjarga fólki niður sem hefur annað hvort lent í sjálfheldu eða slysi.

„Það að ganga upp Kirkjufellið á þessum árstíma er eins og að fara á skautasvellið í Laugardalnum. Þetta er eitt hættulegasta fjallið á landinu og þá sérstaklega á þessum árstíma. Ef þú ferð 1-2 metra út af troðningunum þá er fótfestan engin og þú ferð fram af klettunum,“ sagði Eyþór Garðarsson sem er í svæðisstjórn á Snæfellsnesi fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Klakks í Grundarfirði.

Eyþór vill láta loka fjallinu á ákveðnum tíma og hafa það einungis opið yfir sumartímann þegar þurrt er. Hann vill þá jafnframt beita fólki sem fer upp fjallið þegar það er lokað sektum. Segir hann það hafa reynst vel í Sviss og öðrum Evrópulöndum þar sem fjöll eru sem hættulegt er að klífa.

„Stjórnvöld þurfa að gera sér grein fyrir því að Kirkjufellið er önnur Reynisfjara á Íslandi. Við erum að setja viðbragðsaðila í gríðarlega hættu með því að hafa þetta opið. Samfélagið hérna myndi ekki bíða þess bætur ef einhver björgunarsveitarmaður eða sjúkraflutningamaður myndi fara niður við að bjarga túrista. Okkur hættir til að gleyma því í umræðunni.“

mbl.is