Varað við vasaþjófum á Kanaríeyjum

Sólarlandaferðir | 20. október 2022

Varað við vasaþjófum á Kanaríeyjum

Fleiri tilkynningar um vasaþjófa á Kanaríeyjum hafa birst á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en áður. Er fólk varað við vasaþjópfum á amerísku ströndinni, Los Christianos og Callao Salvaje á Tenerife, og á ensku ströndinni á Gran Canaria og Puerto del Carmen á Lanzarote.

Varað við vasaþjófum á Kanaríeyjum

Sólarlandaferðir | 20. október 2022

Varað hefur verið við vasaþjófum á Kanaríeyjum.
Varað hefur verið við vasaþjófum á Kanaríeyjum. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Fleiri tilkynningar um vasaþjófa á Kanaríeyjum hafa birst á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en áður. Er fólk varað við vasaþjópfum á amerísku ströndinni, Los Christianos og Callao Salvaje á Tenerife, og á ensku ströndinni á Gran Canaria og Puerto del Carmen á Lanzarote.

Fleiri tilkynningar um vasaþjófa á Kanaríeyjum hafa birst á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en áður. Er fólk varað við vasaþjópfum á amerísku ströndinni, Los Christianos og Callao Salvaje á Tenerife, og á ensku ströndinni á Gran Canaria og Puerto del Carmen á Lanzarote.

Canarian Weekly greinir frá og segir vasaþjófa oft halda sig annars staðar í Evrópu og á meginlandi Spánar á sumrin. Þegar líða tekur að vetri færi þeir sig yfir til Kanaríeyja, sem er einstaklega vinsæll áfangastaður yfir veturinn, meðal annars hjá Íslendingum. 

Lögreglan á Kanaríeyjum ráðleggur fólki að passa eigur sínar, bankakort, veski og síma betur en ella og passa að vera ekki með pin-númer kortanna skrifuð niður. Lögreglan hefur sömuleiðis kvartað yfir því í gegnum árin að hún hafi litla heimild til að gera nokkuð í málinu, nema vasaþjófur sé staðinn að verknaðinum.

Ný lög sem sett voru á þessu ári veita lögreglu þó ríkari heimild til að handtaka vasaþjófa, en verðmæti þýfisins þarf nú að vera lægra en áður. Þá eru einnig ríkari heimildir til að ákæra þá sem ítrekað eru staðnir að því að nappa eigum ferðamanna.

mbl.is