Skoða á fyrir alvöru að loka Kirkjufelli

Ferðamenn á Íslandi | 21. október 2022

Skoða á fyrir alvöru að loka Kirkjufelli

Skarp­héðinn Stein­ars­son, frá­far­andi ferðamála­stjóri, segir að öryggismál séu forgangsmál í ferðaþjónustunni og að honum finnist vel koma til greina að loka Kirkjufellinu yfir vetrartímann.

Skoða á fyrir alvöru að loka Kirkjufelli

Ferðamenn á Íslandi | 21. október 2022

Kirkjufell í Grundarfirði er eitt hættu­leg­asta fjallið á land­inu og …
Kirkjufell í Grundarfirði er eitt hættu­leg­asta fjallið á land­inu og þá sér­stak­lega yfir vetrartímann. Ljósmynd/Aðsend

Skarp­héðinn Stein­ars­son, frá­far­andi ferðamála­stjóri, segir að öryggismál séu forgangsmál í ferðaþjónustunni og að honum finnist vel koma til greina að loka Kirkjufellinu yfir vetrartímann.

Skarp­héðinn Stein­ars­son, frá­far­andi ferðamála­stjóri, segir að öryggismál séu forgangsmál í ferðaþjónustunni og að honum finnist vel koma til greina að loka Kirkjufellinu yfir vetrartímann.

Banaslys varð á Kirkju­felli í Grund­arf­irði í vikunni en und­an­far­in ár hafa verið nokk­ur bana­slys auk þess sem björg­un­ar­sveit­ir hafa í þó nokk­ur skipti þurft að bjarga fólki niður sem hef­ur annað hvort lent í sjálf­heldu eða slysi.

Skarphéðinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóri.
Skarphéðinn Berg Steinarsson, fráfarandi ferðamálastjóri. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðspurður um hætturnar sem geti fylgt fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann og slysahættuna sem geti fylgt erfiðum aðstæðum á vinsælum ferðamannstöðum eins og Kirkjufelli í Grundarfirði segir Skarphéðinn: 

„Ef Kirkjufellið reynist vera þannig staður að það sé algjörlega út í hött að klöngrast á því að vetri til þá finnst mér að það eigi að skoða það fyrir alvöru að loka því. Svona slys eru óásættanleg og ég veit að landeigendur eru að huga því."

mbl.is