Hugsaðu jafnvel um jakkann eins og Birgir, Sigurður og Hálfdán

Fatastíllinn | 22. október 2022

Hugsaðu jafnvel um jakkann eins og Birgir, Sigurður og Hálfdán

Barbour-jakkar eru tímalaus og klassísk eign, enda að finna í fataskápum margra landsmanna, þá sérstaklega á hægri væng stjórnmálanna. Barbour-jakkar eru líka ákaflega vinsælir hjá bresku konungsfjölskyldunni sem nýtir hvert tækifæri til þess að klæðast slíkum jökkum.

Hugsaðu jafnvel um jakkann eins og Birgir, Sigurður og Hálfdán

Fatastíllinn | 22. október 2022

Birgit Bieltvedt, Sigurður Hannesson og Hálfdán Steinþórsson eiga allir Barbour-jakka.
Birgit Bieltvedt, Sigurður Hannesson og Hálfdán Steinþórsson eiga allir Barbour-jakka. Samsett mynd

Barbour-jakkar eru tímalaus og klassísk eign, enda að finna í fataskápum margra landsmanna, þá sérstaklega á hægri væng stjórnmálanna. Barbour-jakkar eru líka ákaflega vinsælir hjá bresku konungsfjölskyldunni sem nýtir hvert tækifæri til þess að klæðast slíkum jökkum.

Barbour-jakkar eru tímalaus og klassísk eign, enda að finna í fataskápum margra landsmanna, þá sérstaklega á hægri væng stjórnmálanna. Barbour-jakkar eru líka ákaflega vinsælir hjá bresku konungsfjölskyldunni sem nýtir hvert tækifæri til þess að klæðast slíkum jökkum.

Barbour-jakkar vilja að þú strjúkir þeim rétt og hugsi vel um þá, enda geta þeir verið eins og nýir í marga áratugi ef rétt er farið að. Jakkarnir fást meðal annars í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar sem einmitt hafa tekið saman leiðbeiningar á íslensku um hvernig eigi að bera vax á jakkana. 

Mælt er með því að vaxbera jakkann á tólf til átján mánaða fresti því vaxið þornar með tímanum. Birgir Bielt­vedt, Sigurður Hannesson og Hálfdán Steindórsson hugsa allir mjög vel um sína Barbour-jakka eins og sést þegar þeir mæta í jökkunum í partí. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa af Wales nýta hvert tækifæri …
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa af Wales nýta hvert tækifæri sem gefst til að klæðast Barbour-jökkunum sínum. AFP

Skref 1

Jakkana má alls ekki setja í þvottavél, en fyrsta verk þegar jakkinn er vaxborinn er að þrífa hann. Það er gert með köldu vatni og svampi, en forðast verður í lengstu löð að nota heitt vatn, það getur eyðilagt flíkina. Þá fer vaxið af honum og er nánast ógerningur að vaxa jakkann upp á nýtt. 

Skref 2

Best er að nota Barbour Wax Thornproof Dressing en það þarf að hita upp í pott með heitu vatni. Vatnið á að ná upp á miðja dós og skal það mýkt í rólegheitum, eða á um 15 til 20 mínútum. 

Wax Thornproof Dressing er notað til verksins.
Wax Thornproof Dressing er notað til verksins.

Skref 3

Þegar vaxið er tilbúið skaltu dýfa svampi eða tusku í bráðið vaxið og bera vandlega yfir allt ytra lag jakkann. Saumar og álagspunktar, til dæmis olnbogar, þurfa sérstaka athygli. Passaðu að vax fari ekki í flauelskragann eða í fóðrið. Til að jafna vaxið er sniðugt að fara yfir hann með hárblásara eða þurri tusku. 

Skref 4 

Næst er að þurrka jakkann. Það er gott að gera á hlýjum stað, yfir ofni eða við hitaveitulagnir. Það tekur vaxið um einn til tvo sólarhringi að þorna alveg. Fyrstu dagana mun vaxið smita örlítið út frá sér, svo það er gott að varast það setjast beint í bílsæti eða sófa í jakkanum. 

Katrín í vel vöxuðum Barbour-jakka.
Katrín í vel vöxuðum Barbour-jakka. AFP
mbl.is