„Það er engin fegurð í þessu“

Ferðamenn á Íslandi | 22. október 2022

„Það er engin fegurð í þessu“

Búist er við að landeigendur muni funda í byrjun nóvember vegna Kirkjufells í Grundarfirði, að sögn Jóhannesar Þorvarðarsonar landeiganda. Landi Kirkjufells er skipt í þrjár jarðir og segir Jóhannes það taka tíma að ná fólki saman þar sem landeigendur eru margir.

„Það er engin fegurð í þessu“

Ferðamenn á Íslandi | 22. október 2022

Undanfarin ár hafa verið þó nokkur banaslys á Kirkjufelli.
Undanfarin ár hafa verið þó nokkur banaslys á Kirkjufelli. Ljósmynd/Aðsend

Búist er við að landeigendur muni funda í byrjun nóvember vegna Kirkjufells í Grundarfirði, að sögn Jóhannesar Þorvarðarsonar landeiganda. Landi Kirkjufells er skipt í þrjár jarðir og segir Jóhannes það taka tíma að ná fólki saman þar sem landeigendur eru margir.

Búist er við að landeigendur muni funda í byrjun nóvember vegna Kirkjufells í Grundarfirði, að sögn Jóhannesar Þorvarðarsonar landeiganda. Landi Kirkjufells er skipt í þrjár jarðir og segir Jóhannes það taka tíma að ná fólki saman þar sem landeigendur eru margir.

„Við höfum fengið góð viðbrögð frá umhverfisráðherra, þau hjá ráðuneytinu höfðu samband í gær og buðu fram aðstoð sína. Bæjaryfirvöld og aðrir sem að þessu koma eru allir boðnir og búnir til að aðstoða og við ætlum að reyna að vinna þetta mjög faglega með öllum aðilum og finna varanlega lausn þessu til bóta,“ segir Jóhannes í samtali við mbl.is.

Erlendur ferðamaður lést á miðvikudag er hann var á ferð um fjallið, en undanfarin ár hafa þar verið þó nokkur banaslys.

„Við höfum miklar áhyggjur af þessu, og allir bæjarbúar, af því að okkur langar ekki í nýja Reynisfjöru hérna fyrir vestan,“ segir Jóhannes.

Hafa einnig áhyggjur af viðbragðsaðilum

„Þegar svona gerist þá fer byggðarlagið á annan endann. Fólk í sjálfboðavinnu er að fara að bjarga fólki þarna og það fólk á fjölskyldur. Þetta tengist alveg ótrúlega sterkt inn í allt byggðarlagið af því að við höfum miklar áhyggjur af okkar fólki líka þegar það þarf að fara að hjálpa fólki sem fer þarna vanbúið og allavegana.

Okkur finnst þetta ekki alveg vera í boði og er bara ekki þess virði,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, í samtali við mbl.is.

Hann segir heimamenn ekki fara upp fjallið á þessum árstíma nema í algerri neyð þar sem aðstæður séu stórhættulegar. „Þetta er flughált og alls ekki fyrir óvant fólk að fara og bara helst engan.“

Missa hér um bil jafn marga og í Reynisfjöru

Einhverjir hafa velt því upp hvort ráðlegt sé að loka Kirkjufellinu yfir vetrartímann, meðal annars fráfarandi ferðamálastjóri, en Bjarni segir það þó erfitt í framkvæmd.

„Það er búið að gera helling, setja upp skilti og það eru allir meðvitaðir um þetta, landeigendur hafa verið í góðu sambandi við bæinn og við ætlum að hjálpast að við að finna lausn á þessu máli. Við erum að missa hér um bil jafnmarga og í Reynisfjöru.

Við viljum að fólk geti notið þess að vera í náttúrunni og notið þess sem við erum að upplifa, alla þessa fegurð sem í því er, en það er engin fegurð í þessu.“

mbl.is