Eytt milljarði í að verða edrú

Edrúland | 24. október 2022

Eytt milljarði í að verða edrú

Þegar leikarinnn Matthew Perry var 49 ára gamall og var nýkominn út af spítala eftir aðgerð sem bjargaði lífi hans eftir að ristill hans sprakk áttaði hann á sig að hann hefði eytt helmingi ævi sinnar á meðferðarstofnunum eða úrræðum tengdum þeim. Í viðtali við New York Times á dögunum gaf hann það upp að hann hefði eytt 9 milljónum bandaríkjadala, 1,3 milljarði króna, í meðferðir og sem tengist því að verða edrú. 

Eytt milljarði í að verða edrú

Edrúland | 24. október 2022

Matthew Perry árið 2000.
Matthew Perry árið 2000. ROSE PROUSER

Þegar leikarinnn Matthew Perry var 49 ára gamall og var nýkominn út af spítala eftir aðgerð sem bjargaði lífi hans eftir að ristill hans sprakk áttaði hann á sig að hann hefði eytt helmingi ævi sinnar á meðferðarstofnunum eða úrræðum tengdum þeim. Í viðtali við New York Times á dögunum gaf hann það upp að hann hefði eytt 9 milljónum bandaríkjadala, 1,3 milljarði króna, í meðferðir og sem tengist því að verða edrú. 

Þegar leikarinnn Matthew Perry var 49 ára gamall og var nýkominn út af spítala eftir aðgerð sem bjargaði lífi hans eftir að ristill hans sprakk áttaði hann á sig að hann hefði eytt helmingi ævi sinnar á meðferðarstofnunum eða úrræðum tengdum þeim. Í viðtali við New York Times á dögunum gaf hann það upp að hann hefði eytt 9 milljónum bandaríkjadala, 1,3 milljarði króna, í meðferðir og sem tengist því að verða edrú. 

Perry hefur verið í viðtali á hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum undanfarna daga að kynna bók sína, Friends, Lovers and the Big Terrible Thing, sem kemur út hinn 1. nóvember næstkomandi. Í bókinni fjallar hann á opinskáan hátt um barátt sína við fíknina. 

Í viðtalinu við NYT sagðist hann hafa verið edrú í um 18 mánuði, en að hver dagur væri barátta. 

Byrjaði að drekka 14 ára

Perry varð frægur í þáttunum Friends þar sem hann fór með hlutverk Chandler Bing. Náði hann aðeins að halda sér frá vímugjöfum eina heila seríu, en tíu seríur voru alls framleiddar. Þegar hann fékk hlutverkið í þáttunum var hann 24 ára, en þá voru tíu ár síðan hann byrjaði að drekka og alkóhólisminn hafði gert vart við sig. 

Hann byrjaði á að smakka Budweiser bjór þegar hann var 14 ára sem seinna leiddi hann í sterkara áfengi, síðan tóku við lyf, Vicodin, Xanax og OxyContin. Hann dró þó línuna við heróín, sem hann hefur aldrei prófað og telur það hafa bjargað lífi sínu. 

„Ég gerði mér upp bakverki. Ég gerði mér upp mígreni. Ég var að hitta átta lækna á sama tíma. Ég vaknaði og varð að taka 55 Vicodin-töflur á einum degi, og finna út úr því hvernig ég ætti að gera það. Þegar þú ert fíkill, þá snýst þetta allt um stærðfræði. Fara þangað og taka þrjár töflur. Síðan fer ég á annan stað og tek fimm töflur, og ég tek fimm þar því þetta mun taka lengri tíma. Þetta er þreytandi, en maður verður að gera það því annars verður maður veikur. Ég gerði þetta ekki til að komast í vímu, eða líða vel. Ég var aldrei í partíum, mig langaði bara að sitja í sófanum, taka fimm Vicodin-töflur og horfa á bíómynd. Það var himnaríki fyrir mér. En það er það ekki lengur,“ sagði leikarinn. 

Matthew Perry í september á þessu ári.
Matthew Perry í september á þessu ári. AFP

Skrifaði 110 blaðsíður í símanum

Perry byrjaði að skrifa bók sína þegar hann lá inni á spítala eftir að ristillinn sprakk. Bókina skrifaði hann í notes-appinu í símanum sínum. Þegar hann var kominn með 110 blaðsíður sýndi hann umboðsmanni sínum sem hvatti hann til að halda áfram. 

Þegar hann var kominn heim af spítalanum hélt hann áfram að skrifa og segir það hafa tekið mikið á að skrifa um alla erfiðu hlutina. Í viðtalinu við NYT er honum tíðrætt um að vilja hjálpa öðrum og að hann hafi skrifað bókina til að hjálpa öðrum. 

Perry skrifaði bókina sjálfur, sem er óvanalegt hjá stórstjörnum. Bókin er gefin út af Flatiron bókaútgáfunni og segir ritstjórinn Megan Lynch að hún hafi strax séð að þessi bók yrði góð. 

„Ólíkt öðrum stórstjörnum sem ég hef unnið með, þá skilaði Matthew handritinu inn fyrir síðasta skiladag,“ sagði Lunch.

Á hápunkti ferils síns fór Perry í meðferð.
Á hápunkti ferils síns fór Perry í meðferð.

Vissu öll þegar hann féll

Þó Perry voni að bókin muni verða sjálfshjálparbók fyrir aðra fíkla skrifar hann líka mikið um árin í Friends og deilir sögum á bakvið tjöldin. Þar segir hann meðal annars frá því augnabliki þegar Jennifer Aniston, sem fór með hlutverk Rachel Green, kom til hans og sagði við hann að þau vissu öll að hann væri aftur fallinn. 

„Hún sagði: „Við finnum lyktina“. Þegar hún notaði fleirtöluorðið við, var það eins og rýtingur í hjartað,“ skrifar Perry meðal annars í bók sinni. Hann segir líka frá því hvernig hann hafi þurft að fara beint í meðferð úr tökum. 

„Ég giftist Monicu og var svo sóttur og fór aftur á meðferðarheimilið. Á hápunkti mínum í Friends, hápunkti ferils míns, magnað augnablik í þáttunum. Þá var ég í pallbíl með starfsmanni frá meðferðarstöð,“ skrifaði Perry. 

mbl.is