Ilse Jacobsen látin

Fatastíllinn | 24. október 2022

Ilse Jacobsen látin

Danski skóhönnuðurinn Ilse Jacobsen er látin 62 ára að aldri. Íslendingar þekkja hönnun hennar vel en á Garðatorgi og í Kringlunni eru verslanir Ilse Jacobsen reknar.

Ilse Jacobsen látin

Fatastíllinn | 24. október 2022

Ilse Jacobsen er látin 62 ára að aldri.
Ilse Jacobsen er látin 62 ára að aldri. Ljósmynd/Ilsejacobsen.com

Danski skóhönnuðurinn Ilse Jacobsen er látin 62 ára að aldri. Íslendingar þekkja hönnun hennar vel en á Garðatorgi og í Kringlunni eru verslanir Ilse Jacobsen reknar.

Danski skóhönnuðurinn Ilse Jacobsen er látin 62 ára að aldri. Íslendingar þekkja hönnun hennar vel en á Garðatorgi og í Kringlunni eru verslanir Ilse Jacobsen reknar.

Jacobsen var þekkt fyrir regnkápur sínar og stígvél og ekki síst klæðilega kjóla sem komu í allskonar útfærslum. 

Andlát Jacobsen var tilkynnt í dönsku pressunni í morgun. Þar kemur fram að hún hafi látist á sjúkrahúsi en hún hafði barist við krabbamein síðan í ágúst í fyrra. Jacobsen stofnaði hönnunarfyrirtæki sitt 1993 og hafa vörur hennar verið seldar í 30 löndum víðsvegar um heim. 

Ragnheiður Óskarsdóttir rekur samnefndar verslanir hérlendis og kom Jacobsen sjálf til Íslands nokkrum sinnum. Árið 2014 var hún viðstödd þegar hún kynnti nýja húðvörulínu hérlendis.

mbl.is