Svona heldur þú æfingarútínu á ferðalagi

Ferðaráð | 24. október 2022

Svona heldur þú æfingarútínu á ferðalagi

Þegar við erum á ferðalagi hættir okkur til að annað hvort sleppa algjörlega taki á æfingarútínunni eða ætla okkur um of. Það er því mikilvægt að vega og meta bæði líkamlegan og andlegan ávinning af hreyfingu þegar við erum á ferðalagi og hlusta á líkamann.

Svona heldur þú æfingarútínu á ferðalagi

Ferðaráð | 24. október 2022

Ljósmynd/Pexels/Cottonbro

Þegar við erum á ferðalagi hættir okkur til að annað hvort sleppa algjörlega taki á æfingarútínunni eða ætla okkur um of. Það er því mikilvægt að vega og meta bæði líkamlegan og andlegan ávinning af hreyfingu þegar við erum á ferðalagi og hlusta á líkamann.

Þegar við erum á ferðalagi hættir okkur til að annað hvort sleppa algjörlega taki á æfingarútínunni eða ætla okkur um of. Það er því mikilvægt að vega og meta bæði líkamlegan og andlegan ávinning af hreyfingu þegar við erum á ferðalagi og hlusta á líkamann.

Fyrir suma getur smá frí frá æfingum verið til bóta, þá sérstaklega ef fólk hefur verið að æfa af mikilli ákefð í nokkurn tíma. Fyrir flesta getur hreyfing þó haft verulega jákvæð áhrif, en þá skiptir miklu máli að fara í fríið með réttu hugarfari. 

Ferðavefurinn tók saman nokkur einföld ráð til þess að hjálpa þér að halda æfingarútínunni og góðu hugarfari þegar þú ferðast. 

1. Settu þér raunsæ markmið

Það er algengt að fólk fari í frí með það hugarfar að ætla að sigra heiminn. Margir sjá það fyrir sér í hillingum að ætla taka vel á því á hverjum einasta morgni í líkamsræktarsalnum á hótelinu eða á ströndinni, þrátt fyrir að gera það kannski ekki vanalega heima. Það er því afar mikilvægt að vera raunsær. 

Það er eðlilegt að æfingunum fækki á ferðalagi, en það þýðir þó ekki að við þurfum að sleppa því algjörlega að hreyfa okkur. Það að fara í göngutúr í nágrenninu eða teygja og gera jógaæfingar á ströndinni getur verið frábær hreyfing.

Ljósmynd/Unsplash/Dane Wetton

2. Gerðu það sem þér þykir skemmtilegt

Það getur verið góð hvatning að stunda hreyfingu sem þér þykir skemmtileg eða jafnvel prófa eitthvað alveg nýtt. Að prófa námskeið á nýjum stað getur verið frábær skemmtun, mikil upplifun og góð leið til að kynnast nýju fólki.

Ljósmynd/Pexels/Yaroslav Shuraev

3. Hafðu hreyfingu inni í skipulaginu

Það er algengt að fólk bóki hina ýmsu skemmtun, svo sem ferðir eða borð á veitingahúsum fram í tímann. Því er mikilvægt að skrifa niður æfingatíma þinn í skipulagið, rétt eins og þú myndir skrá niður ferðir sem þú hefur bókað. 

Með því að taka frá 30 til 60 mínútur fyrir fram gengur þú úr skugga um að þurfa ekki að velja á milli hreyfingar og annarrar skemmtunar, en svo er alltaf hægt að færa hreyfinguna til ef eitthvað óvænt kemur upp á. 

4. Taktu réttan fatnað og búnað með þér

Taktu með þér þægilegan æfingafatnað sem hentar veðurfari áfangastaðarins. Þá getur einnig verið sniðugt að taka æfingateygjur og jafnvel sippuband í ferðatöskuna, en það er auðvelt að setja saman góða og skemmtilega æfingu með nokkrum teygjum og sippubandi. 

5. Fjarlægðu hindranir

Með því að einfaldlega fjarlægja ástæður fyrir því að hreyfa þig ekki eykur þú líkur á að fylgja æfingarútínunni þinni eftir. Ef þreyta hefur áhrif, settu þér markmið um að hreyfa þig í 10 mínútur. Ef það er rigning, taktu þá skemmtilega æfingu inn á hótelherbergi eða í líkamsræktarsal. Hér spilar hugarfarið lykilhlutverk. 

Ljósmynd/Pexels/Marcus Aurelius

6. Nýttu hótelherbergið 

Það er ekkert mál að taka góða og skemmtilega æfingu á hótelherberginu. Það er ýmislegt sem leynist inn á hótelherbergjum sem nýta má í æfingar, svo sem stólar, rúm og handklæði. Auk þess er hægt að gera alls kyns æfingar með eigin líkamsþyngd, eða jafnvel bæta við smá þyngd með því að nota vatnsflöskur fyrir lóð. 

View this post on Instagram

A post shared by Sarah (@sarahs_day)

mbl.is