Hófu skothríð á mótmælendur

Mótmæli í Íran | 26. október 2022

Hófu skothríð á mótmælendur

Íranskar öryggissveitir hófu skothríð á þúsundir mótmælenda sem minntust þess að 40 dagar væru liðnir frá andláti Mahsa Amini í heimabæ hennar. Frétt AFP-fréttaveitunnar er staðfest af mannréttindahópum og myndböndum sem búið er að sannreyna.  

Hófu skothríð á mótmælendur

Mótmæli í Íran | 26. október 2022

Mótmælt er um alla Íran.
Mótmælt er um alla Íran. AFP/Ozan Kose

Íranskar öryggissveitir hófu skothríð á þúsundir mótmælenda sem minntust þess að 40 dagar væru liðnir frá andláti Mahsa Amini í heimabæ hennar. Frétt AFP-fréttaveitunnar er staðfest af mannréttindahópum og myndböndum sem búið er að sannreyna.  

Íranskar öryggissveitir hófu skothríð á þúsundir mótmælenda sem minntust þess að 40 dagar væru liðnir frá andláti Mahsa Amini í heimabæ hennar. Frétt AFP-fréttaveitunnar er staðfest af mannréttindahópum og myndböndum sem búið er að sannreyna.  

Amini, 22 ára írönsk kona af kúrdískum uppruna, lést þann 16. september, þremur dögum eftir að hún var handtekin í Teheran af hinni alræmdu siðgæðislögreglu fyrir að brjóta íslamskar reglur um klæðaburð kvenna.

Reiði blossaði upp við útför hennar og varð fljótt kveikjan að víðtækum mótmælum þar sem ungar konur brenndu höfuðklúta sína og ögruðu öryggissveitum í stærstu mótmælaöldu íslamska lýðveldisins um árabil.

„Deyi einræðisherrann“

Þrátt fyrir auknar öryggisráðstafanir hafði fjöldi syrgjenda streymt til Saqez í vesturhluta Kúrdistans til að minnast Amini í lok hefðbundins sorgartíma landsins.

„Deyji einræðisherrann“ kölluðu syrgjendur í Aichi-kirkjugarðinum fyrir utan Saqez, áður en margir sáust halda að skrifstofu ríkisstjórans í miðborginni, þar sem íranskir fjölmiðlar sögðu að sumir mótmælenda hefðu búið sig undir að ráðast á herstöð, þar til aðrir í hópnum höfðu stoppað þá af.

Meira ofbeldi og orðræðan róttækari

„Öryggissveitir hafa notað táragas og hafið byssuhríð á fólk á Zindan-torgi í borginni Zaqez,“ sagði talsmaður Hengaw, hóps í Noregi sem fylgist með mannréttindabrotum í kúrdískum héruðum Írans. Ekki eru upplýsingar um hvort einhverjir séu látnir eða særðir.

Ár blóðsúthellinga

ISNA-fréttastofan í Íran sagði að netsambandið hefði verið skorið niður í Saqez af „öryggisástæðum“ og að nærri 10.000 manns hefðu safnast saman í borginni.

En mörg þúsund manns til viðbótar sáust á bílum, á mótorhjólum og fótgangandi á þjóðvegi, á ökrum og jafnvel yfir á sáust á myndböndum sem var dreift víða um netið.

Kveikt var í lítill varðstöð lögreglu og eldar loguðu við brú í Qavakh-hverfinu í Saqez, er staðfest af AFP fréttaveitunni.

„Þetta ár er ár blóðsins, Seyed Ali verður felldur,“ söng hópur þeirra í myndbandi sem AFP-fréttastofan hefur staðfest og vísar þar til æðsta leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei.

„Kúrdistan, Kúrdistan, grafreitur fasista,“ heyrðust aðrir syngja í myndbandi sem aðgerðarsinnar deila á Twitter. AFP gat ekki sannreynt það myndband. 

Yfirvöld segja óvini Íran ábyrg

Esmail Zarei-Kousha, ríkisstjóri Kúrdistan, sakaði fjandmenn Írans um að standa á bak við mótmælin.

„Óvinurinn og fjölmiðlar hans... reyna að nota 40 daga afmæli Mahsa Amini sem átyllu til að valda nýrri spennu en sem betur fer er ástandið í héraðinu algjörlega stöðugt,“ hafði ISNA fréttastofan íranska eftir honum.  

mbl.is