Tjáir sig um ákvörðun drottningar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. október 2022

Tjáir sig um ákvörðun drottningar

Friðrik krónprins Danmerkur segist styðja ákvörðun móður sinnar um að taka titlana af börnum bróður hans, Jóakims prins. Hann sagði móður hans, Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa tekið ákvörðunina sjálf. 

Tjáir sig um ákvörðun drottningar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. október 2022

Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins.
Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins. AFP

Friðrik krónprins Danmerkur segist styðja ákvörðun móður sinnar um að taka titlana af börnum bróður hans, Jóakims prins. Hann sagði móður hans, Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa tekið ákvörðunina sjálf. 

Friðrik krónprins Danmerkur segist styðja ákvörðun móður sinnar um að taka titlana af börnum bróður hans, Jóakims prins. Hann sagði móður hans, Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa tekið ákvörðunina sjálf. 

„Móðir mín tók þess ákvörðun ein, því það er það sem hún getur og það sem hún vill, hún taldi að þetta væri rétti tíminn til að taka þessa ákvörðun. Ég styð þessa ákvörðun og tel hana vera rétt skref,“ sagði Friðrik sem ekki hefur tjáð sig um málið hingað til.

Danadrottning tilkynnti um breytingar á titlum barna Jóakims í lok september. Felur breytingin í sér að á nýju ári muni þau ekki lengur hafa titlana prins og prinsessa. Ákvörðunin fór öfugt ofan í Jóakim sem tjáði sig í fjölmiðlum að honum þætti ákvörðun móður sinnar harðneskjuleg. 

Drottningin tjáði sig síðar um ákvörðunina í tilkynningu og sagði það hafa verið erfitt að taka hana, en að hún væri rétt skref. 

Andar ekki köldu milli bræðranna

Friðrik krónprins og ríkisarfi hafði ekki tjáð sig fyrr en í dag, en hann ræddi við B.T. fyrir utan skóla í Kaupmannahöfn í dag. 

„Ég hef áhuga á að minnka umsvif dönsku krúnunnar, þannig ég styð ákvörðun móður minnar,“ sagði Friðrik. Spurður um hvort það andi köldu á milli þeirra bræðra sagði hann svo ekki vera. 

„Ég er alltaf í sambandi við bróður minn, og hef alltaf verið, eins fyndið og það er. Þannig það er ekkert nýtt að frétta, við erum alltaf í samskiptum,“ sagði Friðrik. 

mbl.is