Frá tískuslysi yfir í hátísku

Fatastíllinn | 28. október 2022

Frá tískuslysi yfir í hátísku

Í október eru 20 ár síðan fyrstu Crocs-skórnir litu dagsins ljós. Síðustu tvo áratugi hafa skórnir vakið mikla athygli á heimsvísu og farið úr því að vera kallaðir „ljótustu skór heims“ yfir í að flokkast sem hátískuvara. 

Frá tískuslysi yfir í hátísku

Fatastíllinn | 28. október 2022

Sunneva Einarsdóttir, Justin Bieber, Ína María Norðfjörð og Alaina A. …
Sunneva Einarsdóttir, Justin Bieber, Ína María Norðfjörð og Alaina A. Anderson Rose eiga það sameiginlegt að elska Crocs-skó. Samsett mynd

Í október eru 20 ár síðan fyrstu Crocs-skórnir litu dagsins ljós. Síðustu tvo áratugi hafa skórnir vakið mikla athygli á heimsvísu og farið úr því að vera kallaðir „ljótustu skór heims“ yfir í að flokkast sem hátískuvara. 

Í október eru 20 ár síðan fyrstu Crocs-skórnir litu dagsins ljós. Síðustu tvo áratugi hafa skórnir vakið mikla athygli á heimsvísu og farið úr því að vera kallaðir „ljótustu skór heims“ yfir í að flokkast sem hátískuvara. 

Crocs-skórnir voru upphaflega hannaðir sem ódýrir og endingargóðir bátaskór árið 2002 af þremur vinum, þeim George Boedecker, Scott Seamans og Lyndon Duke Hanson. Síðan þá hefur margt gerst og í dag hafa yfir 300 milljónir skópara selst. 

Annað hvort elskaðir eða hataðir

Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar - þeir sem elska Crocs-skó og þeir sem hata þá. Þó skórnir hafi nú verið til í 20 ár virðumst við ekki þreytast á því að tala um þá. Fjölmargar vefsíður og Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem deilur og sterkar skoðanir á Crocs-skóm eru viðraðar. 

Í maí árið 2010 voru Crocs-skór á lista yfir „50 verstu uppfinningar heims“ hjá tímaritinu Times. Þrátt fyrir það nutu skórnir mikilla vinsælda meðal stétta sem eyddu stórum part dagsins standandi. Heilbrigðisstarfsfólk, kokkar, dýralæknar og bændur lofuðu skóna vegna þæginda þeirra. 

Forsetar og prinsar í Crocs

Margar stórstjörnur hafa klæðst Crocs-skóm í gegnum árin. Árið 2007 klæddist George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti svörtum Crocs-skóm opinberlega og vakti það mikla athygli. Nokkrum árum síðar sást Michelle Obama, fyrrum forsetafrú skarta skónum með dóttur sinni. Þá hafa Katrín Hertogaynja og Georg Prins bæði verið mynduð í skónum.

Skoðun almennings á Crocs-skóm virtist breytast töluvert þegar skórnir fóru að birtast á tískupöllum, en í september 2016 lét Christopher Kane fyrirsætur sínar klæðast Crocs-skóm á tískuvikunni í London.

Gagnrýndir en eftirsóttir

Ári síðar gaf hönnunarhúsið Balenciaga út tíu sentímetra Crocs-hælaskó sem hluta af vorlínu sinni fyrir vorið 2018. Þrátt fyrir mikla gagnrýni seldust skórnir, sem kostuðu rúmlega 140 þúsund krónur, upp á nokkrum dögum. 

View this post on Instagram

A post shared by Crocs Shoes (@crocs)

Það var svo ekki fyrr en í byrjun heimsfaraldursins sem vinsældir Crocs náðu nýjum hæðum. Sérfræðingar röktu vinsældirnar til löngunar unga fólksins í þægindi og óhefðbundinn stíl. Þá hafa stjörnur á borð við Justin Bieber, Post Malone, Nicki Minaj og Ariana Grande skartað skónum sem hafa einnig sést oftar en einu sinni á rauða dreglinum. 

Íslendingar elska Crocs-skó

Íslenskir áhrifavaldar virðast hafa sérstakt dálæti á skónum, en þar má nefna Sunnevu Einarsdóttur, Ínu Maríu Norðfjörð og Birgittu Líf Björnsdóttur sem hafa ekki farið leynt með ást sína á skónum. Þá hafa skórnir notið mikilla vinsælda í samfélaginu og ekki óalgengt að sjá nokkra skarta Crocs-skóm á förnum vegi.

mbl.is