Fræðimaðurinn í Tromsø talinn hátt settur í GRU

Rússland | 28. október 2022

Fræðimaðurinn í Tromsø talinn hátt settur í GRU

Norska öryggislögreglan PST telur sig nú hafa örugga vitneskju um að José Assis Giammaria, brasilískur gestarannsakandi við Háskólann í Tromsø í Noregi, sé í raun hinn rússneski Mikhail Valerjevitsj Mikusjin og sigli þar með undir fölsku flaggi í Noregi við störf fyrir rússnesku leyniþjónustuna.

Fræðimaðurinn í Tromsø talinn hátt settur í GRU

Rússland | 28. október 2022

Brasilíumaðurinn José Assis Giammaria, hvers manns hugljúfi við Háskólann í …
Brasilíumaðurinn José Assis Giammaria, hvers manns hugljúfi við Háskólann í Tromsø, er í raun talinn vera rússneski leyniþjónustumaðurinn Mikhail Valerjevitsj Mikusjin. Ljósmynd/Friðarrannsóknarsetur Háskólans í Tromsø

Norska öryggislögreglan PST telur sig nú hafa örugga vitneskju um að José Assis Giammaria, brasilískur gestarannsakandi við Háskólann í Tromsø í Noregi, sé í raun hinn rússneski Mikhail Valerjevitsj Mikusjin og sigli þar með undir fölsku flaggi í Noregi við störf fyrir rússnesku leyniþjónustuna.

Norska öryggislögreglan PST telur sig nú hafa örugga vitneskju um að José Assis Giammaria, brasilískur gestarannsakandi við Háskólann í Tromsø í Noregi, sé í raun hinn rússneski Mikhail Valerjevitsj Mikusjin og sigli þar með undir fölsku flaggi í Noregi við störf fyrir rússnesku leyniþjónustuna.

Svo sem fram kom í umfjöllun mbl.is á þriðjudaginn telur PST Giammaria/Mikusjin vera svokallaðan „illegalist“, einstakling sem býr sér til auðkenni, eða persónu, sem venjulegur borgari en starfar á laun fyrir erlenda leyniþjónustu eða önnur erlend öfl.

Hefur PST lýst yfir formlegum grun í garð Rússans meinta með því sem heitir siktelse og er formskilyrði þess í norskum sakamálum að gefa megi út ákæru komi til þess. Er hann grunaður um brot á 121. grein norskra hegningarlaga sem fjallar um njósnastarfsemi er höggvið getur að grundvallarhagsmunum þjóðarinnar.

Kaus að tala ensku við yfirheyrslur

„Þetta eru þær grunsemdir sem uppi eru eins og er, rannsóknin er á byrjunarreit,“ segir Thomas Blom, ákæruvaldsfulltrúi PST, við norska ríkisútvarpið NRK og bætir því við að embætti hans telji brasilískt vegabréf Giammaria ótrúverðug skilríki.

Grunaði heldur því hins vegar statt og stöðugt fram að hann sé brasilíski fræðimaðurinn sem réðst til starfa við skólann í Tromsø til norðurslóðarannsókna. Kaus hann þó að tjá sig á ensku við yfirheyrslur, að sögn PST, þrátt fyrir að portúgalskur túlkur hafi verið honum til reiðu, en portúgalska er töluð í Brasilíu.

Giammaria/Mikusjin var gestarannsakandi við háskólann þar sem hann átti meðal …
Giammaria/Mikusjin var gestarannsakandi við háskólann þar sem hann átti meðal annars sæti í rannsóknarhópnum „The Grey Zone“ sem fjallar um samfélagsöryggismál, viðbúnað og utanaðkomandi ógnir. Ljósmynd/Twitter

Fór PST fram á gæsluvarðhaldsúrskurð fyrir Héraðsdómi Óslóar í dag en niðurstaða liggur ekki fyrir er þetta er ritað. Verjandi grunaða, Marijana Lozic, kveður skjólstæðing sinn samþykkja gæsluvarðhaldið en hann lýsi sig alfarið saklausan af áburði PST.

Nýr hugsunarháttur tímabær

Rannsóknarnetsíðan Bellingcat telur sig hins vegar hafa fundið út hvern PST hefur í haldi. Mikhail Valerjevitsj Mikusjin sé ofursti í rússnesku leyniþjónustunni GRU. „Vel gert Noregur – þið hafið handsamað ofursta frá GRU,“ skrifar Christo Grozev hjá Bellingcat á vef sinn. Norska dagblaðið VG kveðst enn fremur hafa upplýsingar sem tengi Mikusjin við GRU.

Dag Rune Olsen, rektor Háskólans í Tromsø, kveður nú tímabært að taka upp nýjan hugsunarhátt. „Þetta snýst ekki um að hér hafi einhverjum gögnum verið stolið eða upplýsingar sóttar sem sett geta okkar rannsóknir í hættu,“ segir Olsen við NRK, „en það sem getur verið krefjandi fyrir okkur og skaðað rannsóknir okkar er að mál á borð við þetta geta grafið undan trúverðugleika fræðasviðsins.“

Segir rektor skólann í góðu samstarfi við PST verði því fram haldið svo lengi sem þörf krefji.

NRK

VG

TV2

mbl.is