„Kósí og huggó“ hlutir geta valdið stórhættu

Dagmál | 29. október 2022

„Kósí og huggó“ hlutir geta valdið stórhættu

Ljósmóðirin og svefnráðgjafinn Hafdís Guðnadóttir segir að margt það sem tíðkist í svefnumhverfi ungabarna á Íslandi uppfylli ekki kröfur um öruggt svefnumhverfi barnanna. Hún bendir á að mjúkir og\eða lausir hlutir í rúmum barna undir eins árs, eins og stuðkantar, hreiður, og bangsar geti verið hættulegir börnum. 

„Kósí og huggó“ hlutir geta valdið stórhættu

Dagmál | 29. október 2022

Ljósmóðirin og svefnráðgjafinn Hafdís Guðnadóttir segir að margt það sem tíðkist í svefnumhverfi ungabarna á Íslandi uppfylli ekki kröfur um öruggt svefnumhverfi barnanna. Hún bendir á að mjúkir og\eða lausir hlutir í rúmum barna undir eins árs, eins og stuðkantar, hreiður, og bangsar geti verið hættulegir börnum. 

Ljósmóðirin og svefnráðgjafinn Hafdís Guðnadóttir segir að margt það sem tíðkist í svefnumhverfi ungabarna á Íslandi uppfylli ekki kröfur um öruggt svefnumhverfi barnanna. Hún bendir á að mjúkir og\eða lausir hlutir í rúmum barna undir eins árs, eins og stuðkantar, hreiður, og bangsar geti verið hættulegir börnum. 

„Ég held að það hafi ekkert verið mikið í umræðunni að stuðkantar séu ekki öruggir. En þeir eru það ekki samkvæmt rannsóknum,“ segir Hafdís í viðtali um svefn barna í Dagmálum Morgunblaðsins í vikunni. Hún bendir til rannsókna American Aca­demy of Pedi­at­rics (AAP) á dauða ungabarna í Bandaríkjunum. 

„Þeir tala um að barnið á að vera á stífri dýnu. Leggja það á bakið. Það er eitthvað sem við erum alveg með á hreinu.

Dýnan á að vera stíf og uppfylla staðla. Svo á ekkert að vera meira í rúminu. Svo á rúmið bara að vera autt,“ segir Hafdís. 

Ekkert mjúkt í rúminu

„Það á bara að vera lak sem passar vel. Svo bara rúmið sjálft. Þannig að þetta er ótrúlega einfalt í rauninni þegar maður spáir í því. En svo er svo mikið af vörum sem er verið að selja til að gera þetta allt rosa kósí og huggó en eru ekki samkvæmt þessum ráðleggingum. Það er algjörlega ráðið frá því að það sé eitthvað mjúkt í rúminu,“ segir hún.

„Öruggt svefnumhverfi lítur ekkert rosalega kósí út en börn geta alveg sofið vel í öruggu svefnumhverfi,“ segir Hafdís. 

Sjáðu viðtalið við Hafdísi í heild sinni hér. 

mbl.is