Stukku út um glugga iPhone-verksmiðju

Kórónuveiran Covid-19 | 30. október 2022

Stukku út um glugga iPhone-verksmiðju

Starfsmenn stærstu iPhone-verksmiðju Apple í Zhengzhou í Kína sáu sitt óvænna og forðuðu sér út um glugga verksmiðjunnar auk þess að klifra yfir girðingu til að komast undan því að þurfa að dúsa þar inni eftir að ónefndur fjöldi starfsmanna þar greindist með kórónuveiruna.

Stukku út um glugga iPhone-verksmiðju

Kórónuveiran Covid-19 | 30. október 2022

Verksmiðja Foxconn í Zhengzhou er gríðarstór og starfa þar 350.000 …
Verksmiðja Foxconn í Zhengzhou er gríðarstór og starfa þar 350.000 manns. Talið er að 20.000 þeirra séu smitaðir af kórónuveirunni. Ljósmynd/Macrumors.com

Starfsmenn stærstu iPhone-verksmiðju Apple í Zhengzhou í Kína sáu sitt óvænna og forðuðu sér út um glugga verksmiðjunnar auk þess að klifra yfir girðingu til að komast undan því að þurfa að dúsa þar inni eftir að ónefndur fjöldi starfsmanna þar greindist með kórónuveiruna.

Starfsmenn stærstu iPhone-verksmiðju Apple í Zhengzhou í Kína sáu sitt óvænna og forðuðu sér út um glugga verksmiðjunnar auk þess að klifra yfir girðingu til að komast undan því að þurfa að dúsa þar inni eftir að ónefndur fjöldi starfsmanna þar greindist með kórónuveiruna.

Eitthvað hefur verið um smit í Zhengzhou undanfarið, þar greindust 167 smit í síðustu viku sem er nokkur fjölgun frá 97 vikuna þar áður. Í skugga járnbentrar stefnu Xi Jinping í sóttvarnamálum vegna kórónuveirunnar er þessi tíu milljóna íbúa borg meira og minna lokuð – og þá ekki bara á þann veginn að fólk þurfi að hírast heima hjá sér og forðast mannamót, því einnig má lenda í því að lokast inni á vinnustöðum og mega hvergi fara.

Glundroði á vinnustaðnum

Verksmiðjan, sem er í eigu Foxconn, birgis Apple í Bandaríkjunum, er langt í frá fámennur vinnustaður, þar starfa 350.000 manns og greindi vefmiðillinn Global Times frá því fyrir helgi að sögusagnir væru á kreiki um að 20.000 þeirra hefðu greinst með kórónuveiruna.

Xia, 22 ára gamall maður sem starfar í verksmiðjunni, segir Financial Times að hreinn glundroði hafi brotist út á vinnustaðnum. „Við stukkum yfir tvær girðingar til að komast út af verksmiðjulóðinni,“ segir hann.

Talsmenn verksmiðjunnar segja fjölmiðlum að starfsemin sé í föstum skorðum og unnið myrkranna á milli við að setja saman nýja iPhone 14-símann en á fullum afköstum eru 500.000 símar settir saman á sólarhring á vinnustaðnum. Í yfirlýsingu sem gefin var út í dag kom fram að stjórnendur verksmiðjunnar ættu í góðu samstarfi við yfirvöld um sóttvarnamál.

Skoða má myndskeið Stephen McDonell, fréttamanns BBC, hér fyrir neðan.

BBC

Global Times

Financial Times

mbl.is