Átta heilsuráð Arnars Grant

Heilsurækt | 31. október 2022

Átta heilsuráð Arnars Grant

Einkaþjálfarinn Arnar Grant greinir frá því á Facebook-síðu sinni að fólk leiti mikið ráða hjá honum þessa dagana. Hann var lengi einkaþjálfari í World Class. 

Átta heilsuráð Arnars Grant

Heilsurækt | 31. október 2022

Arnar Grant gefur vinum sínum heilsuráð á Facebook.
Arnar Grant gefur vinum sínum heilsuráð á Facebook.

Einkaþjálfarinn Arnar Grant greinir frá því á Facebook-síðu sinni að fólk leiti mikið ráða hjá honum þessa dagana. Hann var lengi einkaþjálfari í World Class. 

Einkaþjálfarinn Arnar Grant greinir frá því á Facebook-síðu sinni að fólk leiti mikið ráða hjá honum þessa dagana. Hann var lengi einkaþjálfari í World Class. 

„Margir eru að spyrja mig ráða nú í byrjun vetrar varðandi það hvernig þau geta bætt heilsuna. Ég ákvað því að skrifa upp nokkur ráð sem flestöll geta nýtt sér,“ segir Arnar. 

1. Farðu nógu snemma að sofa þannig að þú náir góðum svefni.
2. Vaknaðu nógu snemma þannig þú hafir góðan tíma til að koma þér inn í daginn.
3. Drekktu tvö glös af vatni um leið og þú vaknar.
4. Ákveddu hvað þú ætlar að borða yfir daginn eftir bestu getu.
5. Vendu þig á að útbúa nesti til að taka með þér út í daginn.
6. Hreyfðu þig í það minnsta klukkutíma á dag. Allt telur. Reyndu að hreyfa líkamann á fjölbreyttan hátt.
7. Hugsaðu jákvætt og minntu þig reglulega á að gera það.
8. Settu þér raunhæf markmið, skrifaðu þau niður og hafðu þau á stað þar sem þú sérð þau sem oftast.
mbl.is