Kröftug íbúðauppbygging og markaðurinn að kólna

Húsnæðismarkaðurinn | 1. nóvember 2022

Kröftug íbúðauppbygging og markaðurinn að kólna

Flest bendir til þess að íbúðauppbygging sé kröftug um þessar mundir og búast má við að íbúðum á markaðnum fjölgi þó nokkuð á næstu mánuðum og allra næstu árum. Íbúðum í byggingu fjölgar milli ára, starfsfólki fjölgar hratt í byggingargeiranum og veltan eykst í greininni.

Kröftug íbúðauppbygging og markaðurinn að kólna

Húsnæðismarkaðurinn | 1. nóvember 2022

Á síðustu mánuðum hefur hægt mjög á verðhækkunum og í …
Á síðustu mánuðum hefur hægt mjög á verðhækkunum og í ágúst lækkaði vísitala íbúðaverðs í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019, um 0,4%. Í september hækkaði hún svo um 0,8%, en hækkunin skýrðist öll af verðhækkunum á sérbýli því verð á fjölbýli lækkaði um 0,1%. Þessi þróun sýnir að markaðurinn hefur kólnað, að því er segir í Hagsjánni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flest bendir til þess að íbúðauppbygging sé kröftug um þessar mundir og búast má við að íbúðum á markaðnum fjölgi þó nokkuð á næstu mánuðum og allra næstu árum. Íbúðum í byggingu fjölgar milli ára, starfsfólki fjölgar hratt í byggingargeiranum og veltan eykst í greininni.

Flest bendir til þess að íbúðauppbygging sé kröftug um þessar mundir og búast má við að íbúðum á markaðnum fjölgi þó nokkuð á næstu mánuðum og allra næstu árum. Íbúðum í byggingu fjölgar milli ára, starfsfólki fjölgar hratt í byggingargeiranum og veltan eykst í greininni.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Þar segir, að alls séu um 8.100 íbúðir í byggingu á Íslandi, samkvæmt nýrri talningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem var kynnt í september. Íbúðirnar eru 35% fleiri en í september á síðasta ári og 12% fleiri en í mars á þessu ári.

„Síðan í september í fyrra hefur íbúðum á fyrsta byggingarstigi fjölgað mest, um 103%, og um 39% síðan í mars. Íbúðum sem eru næstum tilbúnar, á 7. byggingarstigi, hefur aftur á móti fækkað um 34%. Flestar af þeim íbúðum sem nú eru í byggingu eru nýorðnar fokheldar (20%), nálægt því (33%) eða á fyrsta byggingarstigi (20%). Af þessu má ætla að kraftur sé í nýjum byggingarverkefnum og að byrjað hafi verið á mörgum nýjum á allra síðustu mánuðum. Áhrifa af aukinni uppbyggingu gætir því ekki endilega strax, heldur eftir einhverja mánuði,“ segir í Hagsjánni. 

mbl.is