Þörf á milljarða hótelfjárfestingu

Ferðamenn á Íslandi | 1. nóvember 2022

Þörf á milljarða hótelfjárfestingu

„Nú, þegar við sjáum ferðamenn dvelja lengur á landinu en áður, vex þörfin fyrir hótelfjárfestingu um landið.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Þörf á milljarða hótelfjárfestingu

Ferðamenn á Íslandi | 1. nóvember 2022

Ferðamenn á ferli í ágúst síðastliðnum.
Ferðamenn á ferli í ágúst síðastliðnum. mbl.is/Hákon

„Nú, þegar við sjáum ferðamenn dvelja lengur á landinu en áður, vex þörfin fyrir hótelfjárfestingu um landið.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

„Nú, þegar við sjáum ferðamenn dvelja lengur á landinu en áður, vex þörfin fyrir hótelfjárfestingu um landið.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að aldrei fyrr hafa jafn mörg hótelherbergi verið í notkun og nú í septembermánuði. Fjölgaði þeim um 882 frá ágústmánuði og voru orðin 11.677. Flest voru herbergin í boði fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, 11.232 í september 2019.

„Þótt þessi uppbygging hafi átt sér stað á síðustu árum sjáum við að þörfin er meiri, ekki síst úti á landi. Það má segja að það þurfi að minnsta kosti eitt meðalstórt eða stórt hótel á Austurlandi, tvö slík á Norðurlandi og sitthvort á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Jóhannes Þór. Segir hann að uppbygging af þessu tagi geti leikið lykilhlutverk við að fjölga ferðamönnum árið um kring.

Svæðin seldust upp

„Við sáum það í sumar sem leið að þessi svæði voru oft á tíðum hreinlega uppseld. Það var ekki hægt að taka á móti fleiri ferðamönnum því gistirými var ekki nægt. Það einskorðast raunar ekki við þessi svæði sem ég hef nefnt heldur einnig Suður- og Vesturland.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is