Heilsuspillandi efni fundust í barnafötum

Umhverfisvitund | 2. nóvember 2022

Heilsuspillandi efni fundust í barnafötum

Heilsuspillandi efni, á borð við PFAS, þalöt og blý, sem hafa fundist í fatnaði sem keyptur er af vinsælum erlendum heimasíðum, geta haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu neytenda og eru m.a. talin auka líkur á sykursýki, skjaldkirtilssjúkdómum, krabbameini í nýrum og eistum, og valda lifrarskemmdum.

Heilsuspillandi efni fundust í barnafötum

Umhverfisvitund | 2. nóvember 2022

Heilsuspillandi efni eru notuð við fjöldaframleiðslu fata til að lækka …
Heilsuspillandi efni eru notuð við fjöldaframleiðslu fata til að lækka kostnað. AFP/Patrick T. Fallon

Heilsuspillandi efni, á borð við PFAS, þalöt og blý, sem hafa fundist í fatnaði sem keyptur er af vinsælum erlendum heimasíðum, geta haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu neytenda og eru m.a. talin auka líkur á sykursýki, skjaldkirtilssjúkdómum, krabbameini í nýrum og eistum, og valda lifrarskemmdum.

Heilsuspillandi efni, á borð við PFAS, þalöt og blý, sem hafa fundist í fatnaði sem keyptur er af vinsælum erlendum heimasíðum, geta haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu neytenda og eru m.a. talin auka líkur á sykursýki, skjaldkirtilssjúkdómum, krabbameini í nýrum og eistum, og valda lifrarskemmdum.

Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur á sviði efna, eftirlits og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir að ströng efnalöggjöf Evrópusambandsins hafi verið innleidd hér á landi. Því mega verslanir hérlendis ekki selja fatnað eða vörur sem innihalda þessi efni.

Aftur á móti geti verið erfitt að koma í veg fyrir að föt og annar textíll sem ekki standast kröfur löggjafarinnar berist til landsins þegar neytendur versla af vefsíðum fyrirtækja sem ekki eru með höfuðstöðvar í Evrópu.

Heilsuspillandi efni í flíkum frá Shein og Ali Express

Bergdís segir niðurstöður rannsókna, sem m.a. hafa verið framkvæmdar í Noregi og Kanada, staðfesta að áðurnefnd efni megi finna í ýmsum fatnaði frá fyrirtækjum á borð við Shein og Ali Express. Þá hafi m.a. fundist blý í barnajakka frá Shein.

„Það er alltaf verið að leitast eftir því að gera vörurnar ódýrari og það er ódýr framleiðsluaðferð að nota blý til þess að lita textíl,“ segir Bergdís í samtali við mbl.is.

Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Ljósmynd/Aðsend

Til viðbótar eru þalöt, sem geta valdið insúlínviðnámi og astma, algeng í plastfígúrum sem eru gjarnan prentaðar á barnaföt. Þá eru PFAS efni eftirsótt í ódýra fataframleiðslu vegna þeirra eiginleika þeirra að hrinda frá sér vatni og fitu.

Börn og fóstur viðkvæmust

Efnin komast inn í líkamann m.a. með innöndun og með upptöku í gegnum húð, og einnig þegar lítil börn stinga leikföngum eða fötum í munninn.

Bergdís segir börn og fóstur í móðurkviði vera viðkvæmustu hópana vegna áhrifa sem efnin geta haft á hormón í líkama þeirra á meðan þau eru að vaxa og þroskast.

„Mörg efni herma eftir estrógeni eða öðrum hormónum svo líkaminn gerir ekki greinarmun á því hvort þetta sé eitthvað sem hann býr sjálfur til eða hvort þetta sé efni sem kemur inn í líkamann með snertingu.“

Mikilvægt að þvo og skoða merkingar

Til að koma í veg fyrir að fest séu kaup á fatnaði sem inniheldur heilsuspillandi efni segir Bergdís að fólk geti m.a. valið vörur sem framleiddar eru innan Evrópu eða merktar umhverfismerkingum á borð við Svaninn eða Evrópublómið.

„Þegar þú kaupir ný föt þá skiptir líka mjög miklu máli að þvo þau áður en þú notar þau. Skaðlegu efnin minnka mjög mikið. Mjög mikið af efnunum hanga á textílnum eftir framleiðsluferlið.“

mbl.is