„Þetta er ykkar sök“

Rússland | 2. nóvember 2022

„Þetta er ykkar sök“

Rússnesk stjórnvöld halda því nú fram að háttsemi þeirra norsku í varnarmálum sé svo illa ígrunduð að þau séu á góðri leið með að eyðileggja samband landanna. Kynnti María Sakharóva, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, þessar bollaleggingar Rússa í dag að sögn rússnesku Tass-fréttastofunnar.

„Þetta er ykkar sök“

Rússland | 2. nóvember 2022

María Sakharóva talar máli rússneska utanríkisráðuneytisins og vandar Norðmönnum ekki …
María Sakharóva talar máli rússneska utanríkisráðuneytisins og vandar Norðmönnum ekki kveðjurnar. Þeir séu að eyðileggja samband Rússlands og Noregs með háttsemi sinni í hernaðaruppbyggingu, stuðningi við athafnir NATO á norðurslóðum og auknum viðbúnaði gagnvart Rússum. AFP/Yuri Kadobnov

Rússnesk stjórnvöld halda því nú fram að háttsemi þeirra norsku í varnarmálum sé svo illa ígrunduð að þau séu á góðri leið með að eyðileggja samband landanna. Kynnti María Sakharóva, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, þessar bollaleggingar Rússa í dag að sögn rússnesku Tass-fréttastofunnar.

Rússnesk stjórnvöld halda því nú fram að háttsemi þeirra norsku í varnarmálum sé svo illa ígrunduð að þau séu á góðri leið með að eyðileggja samband landanna. Kynnti María Sakharóva, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, þessar bollaleggingar Rússa í dag að sögn rússnesku Tass-fréttastofunnar.

„Erlendir herir fá að koma sér upp búðum í Noregi til frambúðar,“ sagði Sakharóva og bætti því við að uppbygging og endurnýjun hernaðarinnviða færi nú fram í Noregi auk þess sem Norðmenn væru ein helsta stuðningsþjóð þess að Atlantshafsbandalagið NATO væri farið að blanda sér í norðurslóðamálin svokölluðu.

Þar með rækju norsk stjórnvöld með vitund og vilja „eyðileggjandi stefnu með það fyrir augum að auka spennuna á evrópska hluta norðurslóðasvæðisins og að lokum skaða rússnesk-norsk tengsl,“ eins og Sakharóva orðaði það, þótt Rússum hafi gengið ágætlega sjálfum upp á síðkastið að koma sér út úr húsi meðal nágranna sinna.

Sambandið „náð botninum“

Enn fremur tók hún það fram að rússnesk stjórnvöld væru alltaf tilbúin í samtal, en öllum fjandsamlegum aðgerðum yrði mætt með „tímanlegum og viðeigandi svörum“.

Norska Dagbladet greinir þá frá því að Sakharóva hafi kvartað yfir auknum viðbúnaði norska hersins. „Það hefði í sjálfu sér ekki skipt okkur nokkru máli nema vegna eins: Þeir [Norðmenn] létu í veðri vaka að þetta tengdist aðgerðum Rússlands sem þeir segja að hafi orsakað þetta hættuástand. Nei, þetta er ekki okkar sök, þetta er ykkar sök – ykkar á Vesturlöndum,“ sagði Sakharóva ómyrk í máli.

Hélt hún máli sínu áfram með því að samband Rússlands og Noregs hefði „náð botninum“ og það skrifaðist á Norðmenn eina. Þá hefðu norsk stjórnvöld hleypt af stokkunum herferð sem beindist „hnitmiðað gegn rússneskum ferðamönnum sem varpað er í fangelsi í Noregi,“ sagði Sakharóva og vísaði þar til rússneskra drónaflugmanna og ljósmyndara sem undanfarið hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna lögbrota er tengjast þessum athöfnum.

Hæstiréttur Noregs hefur nú úrskurðað að rússneskir ríkisborgarar megi ekki fljúga drónum í Noregi. Drónar séu loftför og samkvæmt lögum um viðskiptabann gagnvart Rússlandi megi þarlendir ekki stjórna loftförum í norskri lofthelgi.

Engin ógn gagnvart Rússum

Utanríkisráðuneyti Noregs tekur þessari rússnesku skammarræðu með jafnaðargeði. „Noregur er engin ógn gagnvart Rússlandi. Það vita rússnesk stjórnvöld. Allt sem rússnesk stjórnvöld segja og gera núna verður að skoðast í ljósi þess að þau gera allt sem í þeirra valdi stendur til að valda óróa og sundrungu með vestrænna þjóða. Það er Rússland sem hefur ráðist inn í nágrannaland og hafið stríð. Það að Noregur auki viðbúnað sinn er ekki ógn í garð Rússa,“ segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.

NRK

TV2

ABC Nyheter

mbl.is