Byrjaði að drekka og reykja 8 ára gamall

Edrúland | 3. nóvember 2022

Byrjaði að drekka og reykja 8 ára gamall

Breska sjónvarpsstjarnan Simon Cowell segist hafa drukkið áfengi og reykt sígarettu í fyrsta skipti aðeins 8 ára gamall. Hann lýsir því hvernig honum leiddist í skólanum og fór í uppreisn gegn foreldrum sínum sem leiddi til þess að hann var eitt sinn handtekinn. 

Byrjaði að drekka og reykja 8 ára gamall

Edrúland | 3. nóvember 2022

Simon Cowell var aðeins 8 ára gamall þegar hann byrjaði …
Simon Cowell var aðeins 8 ára gamall þegar hann byrjaði að drekka áfengi og reykja sígarettur. AFP

Breska sjónvarpsstjarnan Simon Cowell segist hafa drukkið áfengi og reykt sígarettu í fyrsta skipti aðeins 8 ára gamall. Hann lýsir því hvernig honum leiddist í skólanum og fór í uppreisn gegn foreldrum sínum sem leiddi til þess að hann var eitt sinn handtekinn. 

Breska sjónvarpsstjarnan Simon Cowell segist hafa drukkið áfengi og reykt sígarettu í fyrsta skipti aðeins 8 ára gamall. Hann lýsir því hvernig honum leiddist í skólanum og fór í uppreisn gegn foreldrum sínum sem leiddi til þess að hann var eitt sinn handtekinn. 

Í viðtali við The Sun segist Cowell hafa verið algjör „martröð“ þegar hann var á sama aldri og sonur hans, Eric, sem er nú átta ára gamall. „Ég drakk og reykti þegar ég var átta ára,“ sagði Cowell og rifjar upp hvernig hann kveikti einu sinni í heimili sínu. 

Stal bíl og klessti á 10 ára gamall

„Ég var að reyna að sanna fyrir bróður mínum að jólasveinninn væri ekki raunverulegur, svo ég fann búninginn og kveikti í skegginu,“ útskýrði hann. Cowell hélt sögunni áfram og lýsti því hvernig hann hafi svo látið skeggið falla í sófann og stuttu síðar hafi allt herbergið staðið í logum. 

Í viðtalinu viðurkenndi hann líka að hafa stolið bíl föður síns, þá aðeins 10 ára gamall, og tekist að keyra á og eyðileggja bílinn. Þrátt fyrir það segir hann föður sinn alltaf hafa verið „mýkra“ foreldrið á meðan móðir hans hafi verið strangari. 

Ofverndar son sinn

Cowell segist eiga það til að ofvernda son sinn, en hann segir það einungis vera tilkomið vegna þess að hann hafi áhyggjur, enda muni hann vel eftir því hvernig hann var á þessum aldri. 

View this post on Instagram

A post shared by Simon Cowell (@simoncowell)

mbl.is