Fleiri varaskeifur en Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. nóvember 2022

Fleiri varaskeifur en Harry

Titill óútkominnar ævisögu Harry Bretaprins Spare vísar í það að honum hafi verið ætlað að gegna hlutverki varaskeifu ef eitthvað skyldi koma fyrir erfingja krúnunnar, Vilhjálm prins. 

Fleiri varaskeifur en Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. nóvember 2022

Harry hefur mátt þola það að lifa í skugga bróður …
Harry hefur mátt þola það að lifa í skugga bróður síns. AFP

Titill óútkominnar ævisögu Harry Bretaprins Spare vísar í það að honum hafi verið ætlað að gegna hlutverki varaskeifu ef eitthvað skyldi koma fyrir erfingja krúnunnar, Vilhjálm prins. 

Titill óútkominnar ævisögu Harry Bretaprins Spare vísar í það að honum hafi verið ætlað að gegna hlutverki varaskeifu ef eitthvað skyldi koma fyrir erfingja krúnunnar, Vilhjálm prins. 

Þessu er einnig lýst í bókinni Palace Papers eftir Tinu Brown. Um leið og Karl Bretaprins eignaðist Harry, annað barn sitt þá var í raun hjónabandi hans og Díönu lokið. Hann hafði uppfyllt skyldur sínar um að koma með erfingja og einn til vara. Þegar því var lokið sneri hann aftur til Kamillu og tók upp ástarsamband sitt við hana af fullri alvöru.

Þá er þekkt hversu erfitt Margrét prinsessa átti með að lifa í skugga systur sinnar Elísabetar II.

En Harry er ekki eini prinsinn sem er hálfgerð varaskeifa en það eru nokkrir í evrópskum konungsfjölskyldum sem þurfa að lifa í skugga systkina sinna með óljósan tilgang í lífinu. Þegar vel er að gáð þá má stundum sjá nokkur líkindi með konunglegu varaskeifunum. Konunglegir titlar, leikkonur og systkinarígur... ljóst er að Harry er ekki einn á báti.

Carl Philip Svíaprins

Þrátt fyrir að Carl Philip teljist nú til varaskeifu þá var það ekki alltaf þannig. Þegar hann fæddist var hann erfingi krúnunnar sænsku þar sem hann var elsti sonur konungshjónanna. En lögunum var breytt þegar hann var sjö mánaða og átti þá elsta barnið, óháð kyni, að erfa krúnuna. Eldri systir hans, Viktoría prinsessa, er því réttmætur erfingi krúnunnar.

Carl Philip hefur oft ratað í slúðurmiðlana og valdið hneykslan. Það vakti til dæmis mikla athygli árið 2010 þegar hann byrjaði með glamúrfyrirsætunni og raunveruleikastjörnunni Sofiu Hellqvist. Þau héldu samt sínu striki, giftust 2015 og eiga í dag þrjá syni.

Árið 2019 var það tilkynnt að börn þeirra fengu ekki konunglega titla og sögðust þau fagna því. 

Það voru ekki allir hrifnir af makavali Carls Philips.
Það voru ekki allir hrifnir af makavali Carls Philips. AFP

Jóakim Danaprins

Jóakim er yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar drottningin svipti börn hans konunglegum titlum en Jóakim prins var afar óánægður með það og lét heyra í sér. „Af hverju þarf að refsa þeim svona?“ spurði Jóakim. Þess í stað verða börnin að láta sér nægja að vera titluð sem hertogar eða hertogynjur. Borist hafa fregnir að því að yngri dóttir Jóakims hafi verið strítt í skólanum eftir að hafa misst prinsessutitilinn sinn.

Þá hefur Jóakim einnig gefið til kynna að samband hans við bróður sinn Friðrik krónprins vera mjög flókið en Friðrik sagðist styðja ákvörðun móður sinnar. Jóakim hefur síðustu ár búið í Frakklandi en sumir segja að sú ákvörðun hafi ekki endilega verið hans heldur leið dönsku krúnunnar til þess að skapa smá fjarlægð á milli bræðranna.

Samband dönsku prinsanna mætti vera betra.
Samband dönsku prinsanna mætti vera betra. AFP

Marta Lovísa Noregsprinsessa

Marta Lovísa er eldri systir Hákons krónprins en er þrátt fyrir það ekki ríkisarfi. Lögunum um erfingja krúnunnar í Noregi var ekki breytt fyrr en 1990 og var lögunum ekki breytt afturvirkt. Hún er því fjórða í röðinni á eftir Hákoni og börnunum hans tveimur.

Marta Lovísa giftist Ara Behn og eignuðust þau þrjár dætur en þau skildu árið 2017. Hann svipti sig lífi árið 2019.

Marta Lovísa fer gjarna ótroðnar slóðir og er í dag trúlofuð seiðmanninum Durek Verrett. Það hefur vakið mikla athygli.

Martha Lovísa er prinsessa sem talar við engla og er …
Martha Lovísa er prinsessa sem talar við engla og er trúlofuð seiðmanni í Hollywood sem selur medalíur dýrum dómi sem eiga að bjarga lífum fólks. AFP

Karólína Mónakó prinsessa

Karólína prinsessa er eldri systir Alberts. Hún var fyrst í erfðaröðinni í eitt ár eða þar til Albert fæddist. Þá lögum samkvæmt fær elsti sonurinn forgang að krúnunni. Karólína var á yngri árum orðuð við marga hjartaknúsara eins og til dæmis Mark Shand, bróður Kamillu, en hann þótti mjög álitlegur piparsveinn. 

Karólína giftist þrisvar sinnum. Fyrst giftist hún frönskum bankamanni Philippe Junot en tveimur árum síðar fengu þau leyfi hjá kaþólsku kirkjunni til þess að ógilda hjónabandið. Þau voru barnlaus. Þá giftist hún Stefano Casiraghi árið 1983, þau eignuðust þrjú börn en hann lést svo í hraðbátaslysi árið 1990, aðeins þrítugur að aldri. Nú er Karólína gift prins Ernst Ágústi af Hannover. Þau eiga saman prinsessu Alexöndru sem fæddist 1999. 

Karólína prinsessa ásamt Alberti Mónakófursta.
Karólína prinsessa ásamt Alberti Mónakófursta. AFP

Stefanía Mónakóprinsessa

Stefanía Mónakóprinsessa er yngri systir Alberts Fursta af Mónakó. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hún var í bíl með móður sinni Grace Kelly þegar bíllinn missti stjórn á sér og móðir hennar lést. 

Stefanía hefur verið bæði fyrirsæta og söngkona og ástarlíf hennar hefur verið mjög skrautlegt. Það þótti til dæmis saga til næsta bæjar þegar hún giftist lífverði sínum Daniel Ducret. Þau eignuðust tvö börn saman en skildu að lokum. Síðar eignaðist hún barn með öðrum lífverði hallarinnar. 

Árið 1999 byrjaði Stefanía að slá sér upp með fílatamninga manninum Franco Knie en þau kynntust á alþjóðlegri sirkushátíð í Mónakó. Hún bjó um tíma í sirkusvagni hans ásamt börnunum sínum þremur en svo hættu þau saman og hún sneri aftur til Mónakó. Þá giftist hún portúgölskum loftfimleikamanni árið 2003 en þau skildu ári síðar.

Stefanía að hjálpa bróður sínum með börnin.
Stefanía að hjálpa bróður sínum með börnin. AFP
mbl.is