Misheppnuð tilraun hjá Norður-Kóreu

Norður-Kórea | 3. nóvember 2022

Misheppnuð tilraun hjá Norður-Kóreu

Norður-Kórea skaut á loft langdrægu flugskeyti í morgun en aðgerðin misheppnaðist, að sögn suðurkóreska hersins. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt þjóðir heims til að beita refsiaðgerðum í garð norðurkóreskra stjórnvalda.

Misheppnuð tilraun hjá Norður-Kóreu

Norður-Kórea | 3. nóvember 2022

Langdrægt flugskeyti af tegundinni Hwasong-17 á hersýningu í Norður-Kóreu í …
Langdrægt flugskeyti af tegundinni Hwasong-17 á hersýningu í Norður-Kóreu í apríl. AFP

Norður-Kórea skaut á loft langdrægu flugskeyti í morgun en aðgerðin misheppnaðist, að sögn suðurkóreska hersins. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt þjóðir heims til að beita refsiaðgerðum í garð norðurkóreskra stjórnvalda.

Norður-Kórea skaut á loft langdrægu flugskeyti í morgun en aðgerðin misheppnaðist, að sögn suðurkóreska hersins. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt þjóðir heims til að beita refsiaðgerðum í garð norðurkóreskra stjórnvalda.

Suður-Kórea og Bandaríkin hafa ákveðið að framlengja sameiginlegar heræfingar sínar sem snúa að loftvörnum, sem eru þær umfangsmestu til þessa. Ástæðuna fyrir því segja þau vera „ögranir” af hálfu Norður-Kóreu.

Suður-Kóreumenn fylgjast með aðgerðum Norður-Kóreu í sjónvarpinu.
Suður-Kóreumenn fylgjast með aðgerðum Norður-Kóreu í sjónvarpinu. AFP/Anthony Wallace

Fólk sem býr á ákveðnum svæðum í norðurhluta Japans var hvatt til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum vegna síðustu tilrauna Norður-Kóreumanna. Skutu þeir einnig á loft tveimur skammdrægum flugskeytum. Í gær skutu þeir yfir 20 flugskeytum á loft, þar á meðal einu sem lenti nálægt umráðasvæði Suður-Kóreu á hafi úti.

Þrátt fyrir að flugskeytatilraunin misheppnaðist í morgun hafa Bandaríkin fordæmt Norður-Kóreumenn.

„Þessi tilraun undirstrikar mikilvægi þess að allar þjóðir framfylgi að fullu samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í tengslum við DPRK,” sagði Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, og átti þar við refsiaðgerðir í garð Norður-Kóreu.

mbl.is