Snúist ekki um að skamma einn né neinn

Snúist ekki um að skamma einn né neinn

Brynjar Níelsson, formaður kjörbréfanefndar Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að deilur um skipun nefndarfulltrúa Kópavogs á landsfundi næstu helgi snúist ekki um að skamma einn né neinn, félög í Kópavogi hafi ekki verið þau einu á landsvísu sem hafi ekki farið eftir skipulagsreglum.

Snúist ekki um að skamma einn né neinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 3. nóvember 2022

Brynjar Níelsson, formaður kjörbréfanefndar Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, formaður kjörbréfanefndar Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynjar Níelsson, formaður kjörbréfanefndar Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að deilur um skipun nefndarfulltrúa Kópavogs á landsfundi næstu helgi snúist ekki um að skamma einn né neinn, félög í Kópavogi hafi ekki verið þau einu á landsvísu sem hafi ekki farið eftir skipulagsreglum.

Brynjar Níelsson, formaður kjörbréfanefndar Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að deilur um skipun nefndarfulltrúa Kópavogs á landsfundi næstu helgi snúist ekki um að skamma einn né neinn, félög í Kópavogi hafi ekki verið þau einu á landsvísu sem hafi ekki farið eftir skipulagsreglum.

Þá segir hann það ekki í lagi að vega að starfsfólki Valhallar þar sem að það sé starf kjörbréfanefndarinnar að samþykkja lista, ekki starfsfólksins. 

Unnur sagði í viðtali við mbl.is fyrr í dag að skipulagsreglur flokksins væru ekki endilega virtar í Valhöll. „Það er svo margt í þess­um skipu­lags­regl­um sem Val­höll var búin að brjóta fyr­ir – hlut­ir sem þeir voru ekki að fara eft­ir – það var því margt sem ég var hissa á,“ sagði hún.

„Þegar stefnir í kosningabaráttu, þá verða allt í einu til einhverjar reglur, og því er skipað í kjörbréfanefnd til þess að ákveða hvað skal gera,“ segir Brynjar og bætir við að störf nefndarinnar feli í sér að afla upplýsinga um hvernig val á lista fór fram og af hverju það fram á þann hátt.

Ekki um yfirheyrslu að ræða

Brynjar segir að því hafi Unnur verið boðuð á fund til þess að afla þeirra upplýsinga. „Svo sjá menn að framkvæmdin er ekki samkvæmt reglum. Þá er okkur vandi á höndum, hvað á að gera.“ Hann nefnir að ekki hafi verið um yfirheyrslu að ræða, líkt og Unnur hafði greint frá í Facebook-færslu fyrr í dag.

Hann segir að tímamörk hafi ekki gefið færi á að boða annan fund svo reynt var að finna einhverja lausn svo að fulltrúar frá Kópavogi kæmust á landsfund. 

Bættu við nöfnum á listann

Brynjar segir að auðvitað megi gagnrýna störf kjörbréfanefndarinnar en hann sé viðkvæmur fyrir því þegar starfsfólk Valhallar sé gagnrýnt á þennan hátt. „Það er ekki þeirra hlutverk að fara ákveða neitt, það er okkar hjá kjörbréfanefndinni.“

Brynjar segir að kjörbréfanefnd hafi bætt við fulltrúum á listann þar sem hann var ekki fullur, líkt og Unnur greindi frá í dag. „Það var niðurstaða að fara ákveðna leið.“

Var það borið undir Unni formann?

„Nei, enda er þetta ekki hennar mál. Það er okkar starf að fara yfir kjörbréfin, hún stjórnar þeim ekki.“

mbl.is