Stjórnarsamstarfið byggst á trausti og skilningi

Stjórnarsamstarfið byggst á trausti og skilningi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyllti ríkistjórnarsamstarfið í setningarræðu sinni á landsfundi í dag. 

Stjórnarsamstarfið byggst á trausti og skilningi

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 4. nóvember 2022

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyllti ríkistjórnarsamstarfið í setningarræðu sinni á landsfundi í dag. 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyllti ríkistjórnarsamstarfið í setningarræðu sinni á landsfundi í dag. 

„Sumir lyftu brún yfir því að við, unnendur frelsisins, færum í ríkisstjórn með Vinstri grænum. Sumir hafa einnig fundið að því að þar höfum við þurft að gefa eftir í einstaka máli en slíkt er einfaldlega óhjákvæmilegt í samsteypustjórn. Enn frekar auðvitað þegar stjórnarflokkarnir spanna nánast allt hið pólitíska litróf. Þar hafa allir flokkarnir þurft að leita málamiðlana, en ég segi það fullum fetum, þeir hafa um leið staðið vörð um helstu áherslumál sín og að höfum við svo sannarlega gert,“ sagði Bjarni. 

Hann sagði að samstarfið byggðist á trausti og sameiginlegum skilningi á þeirri ábyrgð sem stjórnin beri gagnvart kjósendum.

„Það var enda hornsteinn þessarar ríkisstjórnar þegar til hennar var stofnað, að taka höndum saman um að endurnýja stöðugleika og stjórnfestu í landinu og vinna gegn þeirri upplausn sem hafði grafið um sig hér á árunum eftir bankahrun.“

Þá sagði Bjarni „enn hlutverk þessarar ríkisstjórnarinnar að varðveita stöðugleikann.“

mbl.is