Atkvæðagreiðsla er hafin á landsfundi

Atkvæðagreiðsla er hafin á landsfundi

Kosning til formanns, varaformanns og ritara Sjálfstæðisflokksins stendur yfir um þessar mundir. Fólk er búið að sækja kjörseðlana og stendur nú frammi fyrir formannsvali. 

Atkvæðagreiðsla er hafin á landsfundi

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 6. nóvember 2022

Flokksmenn velja nú milli formannsefnanna tveggja, Bjarna og Guðlaugs.
Flokksmenn velja nú milli formannsefnanna tveggja, Bjarna og Guðlaugs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kosning til formanns, varaformanns og ritara Sjálfstæðisflokksins stendur yfir um þessar mundir. Fólk er búið að sækja kjörseðlana og stendur nú frammi fyrir formannsvali. 

Kosning til formanns, varaformanns og ritara Sjálfstæðisflokksins stendur yfir um þessar mundir. Fólk er búið að sækja kjörseðlana og stendur nú frammi fyrir formannsvali. 

Atkvæðum verður svo safnað úr sal og niðurstöður kynntar um leið og talningu lýkur. Streymt verður beint frá tilkynningu niðurstöðunnar á mbl.is. 

Spennan magnast í höllinni.
Spennan magnast í höllinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrst kjósa flokksmenn um formann, svo varaformann og loks ritara flokksins. 

Í formannsframboði eru, líkt og frægt er orðið, þeir Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sem stendur ein í framboði til varaformennsku. 

Ritaraembættinu vilja þrír sinna. Það eru þau Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður, Helgi Áss Grét­ars­son, vara­borg­ar­full­trúi, og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, rit­ari þing­flokks­ins.

Kosning fer fram um þessar mundir.
Kosning fer fram um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Atkvæðum er safnað úr sal.
Atkvæðum er safnað úr sal. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is