Bjarni áfram formaður Sjálfstæðisflokksins

Bjarni áfram formaður Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson heldur velli sem formaður Sjálfstæðisflokksins, nú þegar atkvæði landsfundargesta hafa verið talin. 

Bjarni áfram formaður Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 6. nóvember 2022

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson heldur velli sem formaður Sjálfstæðisflokksins, nú þegar atkvæði landsfundargesta hafa verið talin. 

Bjarni Benediktsson heldur velli sem formaður Sjálfstæðisflokksins, nú þegar atkvæði landsfundargesta hafa verið talin. 

Hlaut Bjarni 1010 atkvæði af alls 1712 greiddum, eða 59 prósent atkvæða. Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut 40 prósent atkvæða, eða 687 talsins. Auðir og ógildir seðlar voru 9 og aðrir fengu 3 atkvæði.

„Þegar þið segið gerum betur, náum lengra og stökkvum hærra, þá segi ég: ég er með í því!,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. 

Bjarni hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum frá árinu 2009, en hann tók við af Geir H. Haarde á sínum tíma.

Hann hefur verið endurkjörinn formaður fimm sinnum síðan þá, á landsfundum flokksins, og er þetta því í sjötta skiptið. Þá hefur hann nú fimm sinnum fengið mótframboð og haft betur í öll skiptin. 

Beindi sjónum að árangrinum

Guðlaugur Þór tilkynnti framboð sitt þann 30. október, eða tæpri viku fyrir landsfund. Var þá orðið ljóst hverjir myndu eiga sæti á fundinum. Síðustu dagana má segja að hiti hafi færst í leikana, en stuðningsmenn hvors frambjóðenda um sig skiptust á því að saka hina um slæm vinnubrögð. 

Stjórnmálafræðingar landsins þorðu fæstir að spá fyrir um úrslitin, og talið var hópur fólks ætti eftir að gera upp hug sinn á fundinum sjálfum, að afstöðnum ræðum hvors frambjóðanda um sig. 

Guðlaugur Þór lagði áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að snúa vörn í sókn og sakaði núverandi forystu um að hafa misst trú á því að það væri möguleiki. Bjarni beindi aftur að móti sjónum að því að flokksmenn litu til þess samfélag sem hefði tekist að skapa með hann í forystu Sjálfstæðisflokksins og með Sjálfstæðisflokkinn við ríkisstjórnarborðið. 

mbl.is