Fólki mokað á fundinn og þinggjöld þess greidd

Fólki mokað á fundinn og þinggjöld þess greidd

„Þarna var verið að moka fólki inn á fundinn. Ég hef heyrt af þremur eða fjórum tilvikum úr Guðlaugsarminum þar sem fólk var að koma til fundarins sem hefur ekki verið í flokknum, var skráð í flokkinn sérstaklega fyrir þennan fund, tekið á listann. Guðlaugur og hans fólk greiðir þinggjöldin fyrir þennan hóp. Það er greinilegt að þessar maskínur eru á fullu.“

Fólki mokað á fundinn og þinggjöld þess greidd

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 6. nóvember 2022

Stefán Einar og Ólafur voru gestir Egils í Silfrinu.
Stefán Einar og Ólafur voru gestir Egils í Silfrinu. Skjáskot

„Þarna var verið að moka fólki inn á fundinn. Ég hef heyrt af þremur eða fjórum tilvikum úr Guðlaugsarminum þar sem fólk var að koma til fundarins sem hefur ekki verið í flokknum, var skráð í flokkinn sérstaklega fyrir þennan fund, tekið á listann. Guðlaugur og hans fólk greiðir þinggjöldin fyrir þennan hóp. Það er greinilegt að þessar maskínur eru á fullu.“

„Þarna var verið að moka fólki inn á fundinn. Ég hef heyrt af þremur eða fjórum tilvikum úr Guðlaugsarminum þar sem fólk var að koma til fundarins sem hefur ekki verið í flokknum, var skráð í flokkinn sérstaklega fyrir þennan fund, tekið á listann. Guðlaugur og hans fólk greiðir þinggjöldin fyrir þennan hóp. Það er greinilegt að þessar maskínur eru á fullu.“

Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson blaðamaður, en hann var gestur í Silfri Egils í morgun ásamt Ólafi Arnarssyni blaðamanni. 

Þá bætti hann við: „Það er enginn sem segir mér annað en að herráðið í kringum Bjarna sé í svipuðum takti núna.“

Til umræðu var formannskjör Sjálfstæðismanna.

Voru þeir sammála um að það væri ljóst að Guðlaugur hefði unnið lengi að framboði sínu. Bjarni og hans fólk hafi ekki orðið var við það fyrr en of seint. 

„Mönnum þykir vegið að formanninum úr launsátri, þau sem eru Bjarnamegin í lífinu,“ sagði Stefán Einar.  

mbl.is