Heldur ekki fullri reisn og vill ekki stunda kynlíf

Samskipti kynjanna | 6. nóvember 2022

Heldur ekki fullri reisn og vill ekki stunda kynlíf

Kærasti nokkur á erfitt með að fá standpíu og forðast kynlíf vegna þess. Hann vill ekki leita sér hjálpar vegna vandamálsins. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian.

Heldur ekki fullri reisn og vill ekki stunda kynlíf

Samskipti kynjanna | 6. nóvember 2022

Kærastinn á erfitt með að fá standpínu.
Kærastinn á erfitt með að fá standpínu. mbl.is/Thinkstockphotos

Kærasti nokkur á erfitt með að fá standpíu og forðast kynlíf vegna þess. Hann vill ekki leita sér hjálpar vegna vandamálsins. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian.

Kærasti nokkur á erfitt með að fá standpíu og forðast kynlíf vegna þess. Hann vill ekki leita sér hjálpar vegna vandamálsins. Hann leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian.

„Kærastinn minn er rosalega góður og yndislegur maður. En hann forðast það að eiga nánar stundir með mér því hann á erfitt með að halda fullri reisn. Ég reyni eins og ég get að taka þessu ekki persónulega. Ég vil styðja við hann, en hann vill ekki tala um þetta. Honum finnst mikil pressa á sér, en hann þarf ekki að gera það fyrir mig. Ég vil bara upplifa nánd með honum.

Ég er búin að reyna að stinga upp á að hann taki Viagra, en hann vill ekki ræða þetta almennilega. Ég er búin að stinga upp á að við förum saman í apótekið, eða að hann fari einn, og þó að hann sé búinn að samþykkja það, þá gerir hann það aldrei. Ég segi honum að þetta sé mjög eðlilegt, sérstaklega eftir fertugt. Kannski ætti ég bara að taka honum eins og hann er, þar sem ég vil ekki pressa of mikið á hann.“

Ráðgjafinn svara: 

„Margir karlmenn forðast það að stunda kynlíf því þeir eru hræddir við ná ekki að halda reisn. Það er auðveldara að segja maka sínum að þú sért ekki í stuðinu, heldur en að ræða eitthvað sem þú telur að valdi öðrum vonbrigðum. 

Það skiptir ekki máli hversu oft þú myndir segja honum að það skipti ekki mál, hann mun ekki trúa þér. Það væri mun betra ef þú myndir til dæmis segja honum að þú hafir komist að því að svona vandamál eru ekki endilega aldurstengd og að það þurfi að kanna hvað liggi að baki. 

Segðu honum að það geti í raun verið merki um eitthvað undirliggjandi ástand, til dæmis sykursýki, og sendu hann til heimilislæknis. Læknir getur minnkað áhyggjur hans, frætt hann um þetta og hjálpað honum, jafnvel skrifað upp á einhver lyf. 

Ég get ímyndað mér að einmitt núna sé hann hræddur og finnist ógn í því að ræða um að nokkuð sé að. Þannig er betra að hann leiti sér hjálpar sem honum finnst þægilegri.“

mbl.is