Vilhjálmur Árnason kjörinn ritari

Vilhjálmur Árnason kjörinn ritari

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn ritari flokksins rétt í þessu eftir aðra umferð kosninga í ritaraembættið á landsfundi. 

Vilhjálmur Árnason kjörinn ritari

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 6. nóvember 2022

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn ritari flokksins rétt í þessu eftir aðra umferð kosninga í ritaraembættið á landsfundi. 

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn ritari flokksins rétt í þessu eftir aðra umferð kosninga í ritaraembættið á landsfundi. 

Vilhjálmur bar þá sigur úr býtum gegn Bryndísi Haraldsdóttur, ritara þingflokksins, í einvígi en Helgi Áss Grét­ars­son vara­borg­ar­full­trúi var útilokaður eftir fyrstu umferð kosninga þar sem hann hafði fengið fæst atkvæði.

Alls greiddu 937 atkvæði í seinni umferðinni en þar af voru 924 atkvæði gild. Vilhjálmur hlaut 538 atkvæði en Bryndís hlaut 386 atkvæði. Lýsti Kristín Edwald, formaður kjörnefndar, því Vilhjálm sem réttkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins.

Vill efla grasrótina enn frekar

„Það hefur mikla þýðingu að finna fyrir svona miklum stuðningi frá vinum sínum í flokknum. Það er ekki hægt að lýsa þakklætinu sem kemur upp á svoleiðis stundu,“ sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is þegar niðurstaðan lá fyrir.

Spurður hvort vænta megi breytinga í starfsemi og innra skipulagi flokksins svaraði hann að með nýju fólki fylgi alltaf breytingar. 

„Mínar áherslur eru að fólk fái meira að segja um hvernig innra starfið á að þróast og hvernig á að virkja hinn almenn flokksmann enn frekar.“ 

Vilhjálmur sagðist þá vilja efla grasrót flokksins. Hann bætti við að hann ætli að gefa fólki flokksins frekara hlutverk í starfseminni í stað þess að allar ákvarðanir séu teknar miðlægt.

Ekki stressaður fyrir niðurstöðunni

Aðspurður segist hann ekki hafa verið stressaður á meðan atkvæði voru talin og vísar hann í þann mikla stuðning sem hann var búinn að finna fyrir á landsfundi um helgina.

Kveðst hann vera sáttur við niðurstöðu úr kosningunni til formanns. „Ég held að kosningabaráttan hafi styrkt flokkinn og að hún hafi gengið út á það sem að flokkurinn gengur út á, sem er lýðræði.“

mbl.is