„Frekar glatað“ að deyja næstum því

Edrúland | 7. nóvember 2022

„Frekar glatað“ að deyja næstum því

Rapparinn Eminem rifjaði upp þegar hann lést næstum því eftir að hafa tekið of stóran skammt fíkniefna árið 2007 þegar hann var kynntur inn í Frægðarhöll rokksins um helgina. 

„Frekar glatað“ að deyja næstum því

Edrúland | 7. nóvember 2022

Eminem um helgina þegar hann var kynntur inn í frægðarhöll …
Eminem um helgina þegar hann var kynntur inn í frægðarhöll rokksins. AFP

Rapparinn Eminem rifjaði upp þegar hann lést næstum því eftir að hafa tekið of stóran skammt fíkniefna árið 2007 þegar hann var kynntur inn í Frægðarhöll rokksins um helgina. 

Rapparinn Eminem rifjaði upp þegar hann lést næstum því eftir að hafa tekið of stóran skammt fíkniefna árið 2007 þegar hann var kynntur inn í Frægðarhöll rokksins um helgina. 

„Ég átta mig á því hversu mikill heiður það er að fá að vera hér í kvöld, hversu mikil forréttindi það eru að fá að lifa í heimi tónlistarinnar sem ég elska,“ sagði rapparinn í upphafi ræðu sinnar. 

Hann sagði að tónlistin hefði bjargað lífi sínu. „Ég ætti eiginlega ekki að vera hérna í kvöld af nokkrum ástæðum. Ég dó næstum því þegar ég tók of stóran skammt árið 2007, sem var frekar glatað,“ sagði rapparinn og ávarpaði næst 26 ára dóttur sína Hailie. 

„Hailie, stingdu fingrunum í eyrun núna. Ástæðan var að fíkniefni voru fokking geggjuð. Ég hélt við værum í góðu sambandi, en ég þurfti svo að fokka öllu upp,“ sagði Eminem og sagðist hafa þurft að hafa mikið fyrir því að verða frægur í tónlistarheiminum. 

Eminem hefur á síðustu árum ekki farið leynt með fíkn sína í ýmis verkjalyf og eiturlyf. Hefur hann talað um hvernig fíknin byrjaði árið 2002 þegar hann var að taka upp heimildarmynd og ágerðist svo með árunum. Hann fagnaði tíu ára edrúafmæli árið 2018.

mbl.is