Lengri bið eftir nýjum iPhone

Kórónuveiran Covid-19 | 7. nóvember 2022

Lengri bið eftir nýjum iPhone

Tæknirisinn Apple hefur varað viðskiptavini sína við því að þeir gætu þurft að bíða lengur en venjulega eftir því að geta keypt nýja iPhone-síma. Ástæðan er sú að takmarkanir í Kína vegna Covid-19 höfðu „tímabundin áhrif“ á þennan stærsta framleiðslustað snjallsímanna í heiminum.

Lengri bið eftir nýjum iPhone

Kórónuveiran Covid-19 | 7. nóvember 2022

Nýju símarnir iPhone 14 Pros og 14 Pro Max á …
Nýju símarnir iPhone 14 Pros og 14 Pro Max á sýningu í Kaliforníu í september síðastliðnum. AFP/Brittany Hosea-Small

Tæknirisinn Apple hefur varað viðskiptavini sína við því að þeir gætu þurft að bíða lengur en venjulega eftir því að geta keypt nýja iPhone-síma. Ástæðan er sú að takmarkanir í Kína vegna Covid-19 höfðu „tímabundin áhrif“ á þennan stærsta framleiðslustað snjallsímanna í heiminum.

Tæknirisinn Apple hefur varað viðskiptavini sína við því að þeir gætu þurft að bíða lengur en venjulega eftir því að geta keypt nýja iPhone-síma. Ástæðan er sú að takmarkanir í Kína vegna Covid-19 höfðu „tímabundin áhrif“ á þennan stærsta framleiðslustað snjallsímanna í heiminum.

Foxconn, sem er helsti undirverktaki Apple, lokaði risavaxinni verksmiðju sinni í borginni Zhengzhou í síðasta mánuði eftir að kórónuveirusmitum hafði fjölgað og er það í takt við stranga stefnu stjórnvalda í landinu við að halda sjúkdómnum niðri.

Kínverskir starfsmenn í verksmiðju Foxconn factory í Shenzhen í suðurhluta …
Kínverskir starfsmenn í verksmiðju Foxconn factory í Shenzhen í suðurhluta Kína árið 2010. AFP

Í annarri yfirlýsingu í morgun sagði Foxconn, sem er með höfuðstöðvar í Taívan, að tekjur þess á fjórða ársfjórðungi þessa árs yrðu minni en venjulega vegna takmarkana af völdum Covid.

Starfsmenn fyrirtækisins yfirgáfu verksmiðjuna í síðustu viku með hraði vegna tilkynningar um kórónuveirusmit en þar starfa mörg hundruð þúsund manns. Á sama tíma hafa ásakanir verið uppi um slæm starfsskilyrði í verksmiðjunni.

Nýr iPhone 14 Pro-sími skoðaður á sýningu í Kaliforníu.
Nýr iPhone 14 Pro-sími skoðaður á sýningu í Kaliforníu. AFP/Justin Sullivan/Getty

„Takmarkanir vegna Covid-19 hafa haft tímabundin áhrif á aðalverksmiðjuna fyrir iPhone 14 Pro og iPhone 14 Pro Max sem er staðsett í Zhengzhou í Kína,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu.

Þrátt fyrir aukna eftirspurn eftir vörum Apple núna þegar styttist í jólavertíðina „reiknum við með færri sendingum af iPhone 14 Pro og iPhone 14 Pro Max en við bjuggumst áður við,“ sagði þar einnig.

„Viðskiptavinir þurfa að bíða lengur eftir því að fá nýju vörurnar sínar.“

Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum Foxconn í Taívan.
Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum Foxconn í Taívan. AFP/Sam Yeh

Foxconn hefur yfir að ráða flestum starfsmönnum allra í einkageiranum í Kína. Meira en milljón manns starfar víðs vegar um landið í um 30 verksmiðjum og við rannsóknir.

Verksmiðjan í Zhengzhou er krúnudjásn Foxconn og sendir frá sér mun fleiri iPhone-síma en aðrar slíkar.

mbl.is