Mannkynið rýfur 8 milljarða múrinn í næstu viku

Umhverfisvitund | 7. nóvember 2022

Mannkynið rýfur 8 milljarða múrinn í næstu viku

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að mannkynið muni rjúfa átta milljarða múrinn á þriðjudaginn í næstu viku.

Mannkynið rýfur 8 milljarða múrinn í næstu viku

Umhverfisvitund | 7. nóvember 2022

Jarðarbúar verða átta milljarðar á þriðjudaginn í næstu viku.
Jarðarbúar verða átta milljarðar á þriðjudaginn í næstu viku. AFP/Allison Joyce

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að mannkynið muni rjúfa átta milljarða múrinn á þriðjudaginn í næstu viku.

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að mannkynið muni rjúfa átta milljarða múrinn á þriðjudaginn í næstu viku.

Í tilefni þess hafa spurningar vaknað um hvort að jörðinni stafi hætta af gríðarlegum fjölda jarðarbúa. Sérfræðingar segja neyslu ríkasta fólksins vera stærra vandamál. Þetta er m.a. mat Natalíu Kanem, sem er forstjóri Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Hægir á fjölgun

Auknar lífslíkur spila stærstan þátt í fjölgun mannskyns en meðalaldur jarðarbúa jókst um níu ár frá 1990 til 2019.

Ef tekið er mið af auknum lífslíkum og fjölda fólks á barnseignaraldri má búast við að íbúafjöldinn haldi áfram að fjölga og að hann verði kominn í um 8,5 milljarða árið 2030, 9,7 milljarða árið 2050 og 10,4 milljarða á níunda áratug 21. aldar.

Hraðinn á fjölgun jarðarbúa náði hámarki á sjöunda áratug síðustu aldar en þegar mest lét fjölgaði íbúum um 2,1% á milli ára á tímabilinu 1962 til 1965. Síðan þá hefur hægt á henni en árið 2020 féll vöxturinn niður fyrir 1% markið.

Búist er við að þessi þróun muni halda áfram næstu árin en samkvæmt spá SÞ verður fjölgunin einungis í kringum 0,5% árið 2050.

„Við erum heimsk“

Í nýjustu skýrslu SÞ um umhverfismál segir að fólksfjölgun sé einn af helstu drifkröftum aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Aftur á móti skipti sú breyta minna máli en efnahagslegur vöxtur.

„Við erum heimsk. Okkur skortir framsýn. Við erum gráðug. Við notum ekki þær upplýsingar sem við höfum. Þar liggja ákvarðanirnar og vandamálin,“ sagði Joels Cohen, prófessor við Rockefeller-háskóla í Bandaríkjunum.

Jennifer Sciubba, rannsakandi við Wilson-Center hugveitunni, tekur í sama streng en að hennar mati má rekja losun gróðurhúsalofttegunda til hegðunar okkar, ekki fjölgun fólks. Hún segir skaðlegt að halda öðru fram.

„Í raunveruleikanum eru það við. Það er ég og þú, loftkælingin sem ég kann að meta, sundlaugin úti og kjötið sem ég borða á kvöldin sem valda miklu meiri skaða,“ sagði Sciubba.

mbl.is