Sonja Grant fagnaði með vinunum

Hverjir voru hvar | 7. nóvember 2022

Sonja Grant fagnaði með vinunum

Sonja Björk Grant, kaffibarþjónn og eigandi Kaffibrugghússins á Fiskislóð, prýðir forsíðu Barista-tímaritsins í október og nóvember. Þetta er 100. tölublað tímaritsins sem fjallar um allt sem viðkemur kaffi og kaffibarþjónamenningu. 

Sonja Grant fagnaði með vinunum

Hverjir voru hvar | 7. nóvember 2022

Sonja Björk Grant, eigandi Kaffibrugghússins á Granda, prýðir 100. tölublað …
Sonja Björk Grant, eigandi Kaffibrugghússins á Granda, prýðir 100. tölublað Barista-tímaritsins.

Sonja Björk Grant, kaffibarþjónn og eigandi Kaffibrugghússins á Fiskislóð, prýðir forsíðu Barista-tímaritsins í október og nóvember. Þetta er 100. tölublað tímaritsins sem fjallar um allt sem viðkemur kaffi og kaffibarþjónamenningu. 

Sonja Björk Grant, kaffibarþjónn og eigandi Kaffibrugghússins á Fiskislóð, prýðir forsíðu Barista-tímaritsins í október og nóvember. Þetta er 100. tölublað tímaritsins sem fjallar um allt sem viðkemur kaffi og kaffibarþjónamenningu. 

Sonja er vel þekkt í kaffiheiminum og hefur undanfarna áratugi ferðast um heiminn sem dómari í kaffibarþjónakeppnum. Í leiðara tímaritsins segir ritstjórinn Sarah Allen að Sonja hafi mótað kaffiheiminn undanfarna áratugi, meira en nokkur annar.

Í tilefni af útgáfu tímaritsins bauð Sonja í teiti. Viðtalið við Sonju má lesa í heild sinni í Barista-tímaritinu.

mbl.is