Tekur dagbókina með upp í rúm á kvöldin

Framakonur | 7. nóvember 2022

Tekur dagbókina með upp í rúm á kvöldin

Ingibjörg Þorvaldsdóttir veitinga- og athafnakona rekur veitingastaðinn Pure Deli. Hún stundar einnig MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Hún skipuleggur sig alltaf á kvöldin svo það sé auðvelt að hefjast handa á verkefnum dagsins um leið og hún vaknar. Hún reynir að forðast neikvætt fólk og lítur á björtu hliðarnar á lífinu. 

Tekur dagbókina með upp í rúm á kvöldin

Framakonur | 7. nóvember 2022

Ingibjörg Þorvalsdóttir er í MBA-námi.
Ingibjörg Þorvalsdóttir er í MBA-námi. Ljósmynd/Silla Páls

Ingibjörg Þorvaldsdóttir veitinga- og athafnakona rekur veitingastaðinn Pure Deli. Hún stundar einnig MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Hún skipuleggur sig alltaf á kvöldin svo það sé auðvelt að hefjast handa á verkefnum dagsins um leið og hún vaknar. Hún reynir að forðast neikvætt fólk og lítur á björtu hliðarnar á lífinu. 

Ingibjörg Þorvaldsdóttir veitinga- og athafnakona rekur veitingastaðinn Pure Deli. Hún stundar einnig MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Hún skipuleggur sig alltaf á kvöldin svo það sé auðvelt að hefjast handa á verkefnum dagsins um leið og hún vaknar. Hún reynir að forðast neikvætt fólk og lítur á björtu hliðarnar á lífinu. 

Hvað ertu að fást við þessa dagana?

„Þessa dagana huga ég mikið að samskiptum við mína nánustu og hvernig ég get sífellt gert betur og betur. Ég er að hlúa að mér á marga vegu og hugsa um að vera í kringum jákvætt fólk sem hvetur mig áfram. Ég er atvinnurekandi og starfsfólkið skiptir mig mestu máli. Ég vil byggja upp teymi sem er sterkt, þar sem öllum líður vel, allir skipta miklu máli og hafa rödd. Ég er einnig í MBA-námi sem mér þykir ótrúlega gefandi. Að kynnast fólkinu þar er ómetanlegt og ég lít mikið upp til þess hóps.“

Hvað geturðu sagt mér um uppáhaldsmatinn þinn?

„Ég elska danskt smurbrauð.“ 

Áttu þér uppáhaldsveitingahús?

„Uppáhaldsveitingahúsið er líklega Matkráin í Hveragerði. Þar fær maður mat sem er gerður frá hjartanu.“ 

Hvernig hugsar þú um heilsuna?

„Ég geng á hverjum degi, syndi og fer í ræktina þegar ég get. En er mjög virk og elska útivist og hreyfingu.“

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Ég fæ mér ferskan safa eða hristing í morgunmat.“

Ertu að safna þér fyrir húsgagni?

„Já, ég er mikið fyrir hönnun og þykir gaman að innanhússhönnun. Hlýlegur svolítið breskur stíll er mitt uppáhald. Mig langar í borðstofustóla sem halda vel utan um mann og eru hlýir og kósí. Þeir verða að vera fallegir þar sem ég er mikill fagurkeri. Velúrefnið heillar mest og því er ég með augastað á Riverdale Lindy-stólunum í Húsgagnahöllinni.“

Heilsusamlegir drykkir eru vinsælir hjá henni.
Heilsusamlegir drykkir eru vinsælir hjá henni. Ljósmynd/Pexels

Hvaða forrit notarðu mest í símanum þínum?

„Instagram er mitt forrit. Þar tengist ég fólkinu mínu.“

Er eitthvert lag sérstaklega mikið í spilun hjá þér núna?

„Ég hlusta mikið á tónlist og gæti ekki án þess verið að hlusta og geri það öllum stundum. Ég hlusta á Bríeti, Valdimar og uppáhaldslagið mitt núna er íslenskt og heitir Orðin mín með Sigurði Guðmundssyni & Memfismafíunni.“

Langar þig í einhverja nýja flík fyrir veturinn?

„Mig langar í fallega úlpu, helst ljósa. Ég er mikið fyrir að vera í ljósum fötum.“

„Hvaða bók lastu síðast?“

„Ég er að lesa Principals eftir Ray Dalio núna.“

Hvernig skipuleggur þú daginn þinn?

„Ég tek alltaf með mér bókina mína og penna þegar ég fer upp í rúm á kvöldin. Ég skrifa niður verkefnin sem liggja fyrir næsta dag. Þegar ég vakna fæ ég mér kaffi og þá er listinn tilbúinn þannig að ég get hafist handa við verkefni dagsins.“

Hvernig núllstillirðu þig?

„Ég núllstilli mig með göngutúr og góðri tónlist. Líka með því að vera í kringum skemmtilegt fólk með góðan húmor.“

Hvað reynir þú að forðast í lífinu?

„Ég reyni að forðast neikvæðni og að hlusta á fólk tala niður til annarra.“

Hvaða manneskja hefur haft mest áhrif á líf þitt?

„Foreldrar mínir hafa haft mestu áhrifin á mig. Mamma mín lést 2014 en ég held minningu hennar á lífi með því að lesa dagbækurnar hennar. Hún skrifaði mikið og ég er svo heppin að eiga þetta eftir hana og get skilið svo margt betur, sem hjálpar mér. Við pabbi tölum saman oft á dag. Hann er minn besti vinur og hjálpar mér með allt.“

Ingibjörg tekur dagbækurnar með sér upp í rúm.
Ingibjörg tekur dagbækurnar með sér upp í rúm. Ljósmynd/Pexels
mbl.is