„Ég held að heimurinn eigi eftir að taka andköf“

Dagmál | 8. nóvember 2022

„Ég held að heimurinn eigi eftir að taka andköf“

„Ég fer inn í þorp eða lítinn bæ og hann er gjörsamlega flatur. Það stendur ekki múrsteinn. Hvað heldur þú að það séu margir sem séu undir þessum múrsteinum? Ég veit það ekki en ég held að heimurinn eigi eftir að taka andköf um leið og við komum inn í Kerson og um leið og við komum inn í Maríupol,“ segir Óskar Hallgrímsson sem búsettur er í Kænugarði en hann var gestur í nýjasta þætti Dagmála sem kom út í morgun.

„Ég held að heimurinn eigi eftir að taka andköf“

Dagmál | 8. nóvember 2022

„Ég fer inn í þorp eða lítinn bæ og hann er gjörsamlega flatur. Það stendur ekki múrsteinn. Hvað heldur þú að það séu margir sem séu undir þessum múrsteinum? Ég veit það ekki en ég held að heimurinn eigi eftir að taka andköf um leið og við komum inn í Kerson og um leið og við komum inn í Maríupol,“ segir Óskar Hallgrímsson sem búsettur er í Kænugarði en hann var gestur í nýjasta þætti Dagmála sem kom út í morgun.

„Ég fer inn í þorp eða lítinn bæ og hann er gjörsamlega flatur. Það stendur ekki múrsteinn. Hvað heldur þú að það séu margir sem séu undir þessum múrsteinum? Ég veit það ekki en ég held að heimurinn eigi eftir að taka andköf um leið og við komum inn í Kerson og um leið og við komum inn í Maríupol,“ segir Óskar Hallgrímsson sem búsettur er í Kænugarði en hann var gestur í nýjasta þætti Dagmála sem kom út í morgun.

Óskar, sem starfaði áður sem ljósmyndari og myndlistarmaður, er nú orðinn eiginlegur stríðsfréttaritari í Úkraínu. Frá því að stríðið hófst hefur hann ferðast til svæða sem Úkraínumenn hafa nýlega endurheimt, eða þar sem átök geisa enn, til að festa á filmu þau voðaverk sem Rússar hafa framið.

Á síðustu mánuðum hefur Óskar talað við íbúa sem hafa misst ástvini og aleiguna í stríðinu auk þess sem hann hefur séð með eigin augum við hvaða aðstæður íbúar bæja á borð við Irpín og Bútsja bjuggu við meðan Rússar réðu þar ríkjum. Þá hefur hann komið að fleiri en einni fjöldagröf þar sem mörg hundruð lík Úkraínumanna liggja.

Hann telur þó nokkuð víst að verstu voðaverkin sem Rússar hafa framið í Úkraínu eigi enn eftir að koma í ljós. Telur hann ekki ósennilegt að það gerist fyrr en síðar, nú þegar gagnsókn Úkraínumanna hefur gengið vel fyrir sig á svæðum sem Rússar hernámu fyrir nokkrum mánuðum og nefnir hann til að mynda Kerson og Maríupol. Segir hann gervihnattamyndir m.a. benda til þess að í fjöldagröf við síðarnefndu borgina liggi á bilinu 8 til 10 þúsund manns.

mbl.is