Hefur engin áhrif á framgang borgarlínu

Borgarlínan | 8. nóvember 2022

Hefur engin áhrif á framgang borgarlínu

Úrskurður kærunefndar útboðsmála, þar sem kæru arkitektastofu vegna hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog er hafnað, hefur engin áhrif á framgang borgarlínu. Enn er unnið samkvæmt tímaáætlun þar sem gert var ráð fyrir að framkvæmdir við brúna hæfust fyrir lok þessa árs.

Hefur engin áhrif á framgang borgarlínu

Borgarlínan | 8. nóvember 2022

Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni um …
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni um brú yfir Fossvog. Teikning/Alda

Úrskurður kærunefndar útboðsmála, þar sem kæru arkitektastofu vegna hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog er hafnað, hefur engin áhrif á framgang borgarlínu. Enn er unnið samkvæmt tímaáætlun þar sem gert var ráð fyrir að framkvæmdir við brúna hæfust fyrir lok þessa árs.

Úrskurður kærunefndar útboðsmála, þar sem kæru arkitektastofu vegna hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog er hafnað, hefur engin áhrif á framgang borgarlínu. Enn er unnið samkvæmt tímaáætlun þar sem gert var ráð fyrir að framkvæmdir við brúna hæfust fyrir lok þessa árs.

Þetta segir Arndís Ósk Arnalds, forstöðumaður verkefnastofu borgarlínu.

Skaðabótakröfu hafnað

Arkitektastofan Úti og inni sf., sem tók þátt í hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú, lagði fram kæru til kærunefndar útboðsmála, en tillaga stofunnar var ekki valin á seinna þrepi hönnunarsamkeppninnar.

Efla verkfræðistofa fór með sigur af hólmi í samkeppninni.

Ýmsar athugasemdir voru gerðar í kærunni vegna framkvæmdar og ákvarðana í tengslum við samkeppnina. Meðal annars voru gerðar athugasemdir við skipan dómnefndar og hæfisnefndar í tengslum við samkeppnina. Arkitektastofan taldi nefndarmenn vera vanhæfa vegna meintra tengsla við sigurvegara keppninnar, að því er kemur fram í úrskurðinum.

„Kærunefnd taldi að ekki hefði verið sýnt fram á með neinum haldbærum hætti að brotið hefði verið gegn lögum nr. 120/2016 og hafnaði því þar af leiðandi að veita álit á skaðabótaskyldu varnaraðila,“ segir þar einnig.

Gert er ráð fyrir umferð gangandi og hjólandi og borgarlínu …
Gert er ráð fyrir umferð gangandi og hjólandi og borgarlínu í miðjunni. Teikning/Alda

Skipulagsmálin skoðuð 

Fram kom í skýrslu félagsins Betri samgöngur ohf. fyrr á árinu að fyrstu framkvæmdir fyrir lotu 1 vegna borgarlínu ættu að hefja á seinni helmingi þessa árs með fyllingu undir Fossvogsbrúna.

Spurð út í þær framkvæmdir segir Arndís Ósk að verið sé að skoða þær í samstarfi við sveitarfélögin, meðal annars í tengslum við skipulagsmál. „Við bjóðum út um leið og það er tilbúið,“ segir hún. 

Í skýrslunni var jafnframt talað um að útboð við byggingu brúarinnar færi fram um mitt næsta ár og að brúin yrði fullbyggð og tilbúin í lok árs 2024.

„Við eigum eftir að uppfæra tímaáætlanir en enn sem komið er erum við að fylgja núverandi tímaáætlun,“ bætir Arndís Ósk við.

Fossvogsbrú mun tengja sam­an Reykja­vík og Kópa­vog og nýt­ast gang­andi, hjólandi um­ferð, strætó og borg­ar­línu. Fram­kvæmd­irn­ar vegna land­fyll­ing­ar­inn­ar hefjast Kópa­vogs­meg­in.

mbl.is