Guðrún Veiga snúin aftur

Áhrifavaldar | 9. nóvember 2022

Guðrún Veiga snúin aftur

Áhrifavaldurinn góðkunni, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, er snúin aftur til musteri áhrifavaldanna, Instagram. Instagram-reikningur Guðrúnar Veigu var hakkaður þann 20. október síðastliðinn og tókst henni ekki að endurheimta hann þrátt fyrir mikla baráttu. 

Guðrún Veiga snúin aftur

Áhrifavaldar | 9. nóvember 2022

Áhrifavaldurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er snúin aftur á Instagram eftir …
Áhrifavaldurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er snúin aftur á Instagram eftir 18 daga fjarveru.

Áhrifavaldurinn góðkunni, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, er snúin aftur til musteri áhrifavaldanna, Instagram. Instagram-reikningur Guðrúnar Veigu var hakkaður þann 20. október síðastliðinn og tókst henni ekki að endurheimta hann þrátt fyrir mikla baráttu. 

Áhrifavaldurinn góðkunni, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, er snúin aftur til musteri áhrifavaldanna, Instagram. Instagram-reikningur Guðrúnar Veigu var hakkaður þann 20. október síðastliðinn og tókst henni ekki að endurheimta hann þrátt fyrir mikla baráttu. 

Guðrún Veiga, sem notaðist við nafnið gveiga85 á samfélagsmiðlum, heitir hún gudrunveiga á Instagram. 

Guðrún Veiga ræddi við mbl.is í síðustu viku um fjarveru sína frá Instagram, en hún var með rúmlega 30 þúsund fylgjendur á miðlinum þegar hún glataði reikningnum. Þá sagði hún að meirihluti tímans frá Instagram hafi verið hræðilegur, en að það hafi líka verið dálítið gott að fá smá hreinsun. 

„Auðvitað er al­gjör mar­tröð að láta kippa svona und­an sér fót­un­um þegar lífsviður­væri manns er ann­ars veg­ar, get ekk­ert lýst þeirri til­finn­ingu neitt. En ég komst nú nokkuð hratt að því að ég eyði ber­sýni­lega alltof mikl­um tíma í til­gangs­laust skroll yfir þessa miðla - vissi varla hvað ég átti að gera við hend­urn­ar á mér þarna fyrst um sinn,“ sagði Guðrún Veiga sem færði sig tímabundið yfir á gamla góða Snapchat. 

Nú er hún hins vegar mætt aftur í öllu sínu veldi og byrjuð að skreyta fyrir jólin. 

mbl.is