Hefur komið að fleiri en einni fjöldagröf

Dagmál | 9. nóvember 2022

Hefur komið að fleiri en einni fjöldagröf

„Ég er við framlínuna og er að fjalla um stríðið eins og það birtist að hverju sinni,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Úkraínu. Hann var gestur Dagmála í gær.

Hefur komið að fleiri en einni fjöldagröf

Dagmál | 9. nóvember 2022

„Ég er við framlínuna og er að fjalla um stríðið eins og það birtist að hverju sinni,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Úkraínu. Hann var gestur Dagmála í gær.

„Ég er við framlínuna og er að fjalla um stríðið eins og það birtist að hverju sinni,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Úkraínu. Hann var gestur Dagmála í gær.

Frá því að stríðið hófst hefur Óskar lagt mikla áherslu á að ferðast á og mynda þau svæði sem nýlega hafa verið frelsuð undan Rússum eða eru enn í miðju átaka. Hann telur afar mikilvægt að skrásetja atburði Úkraínustríðsins og að það sé gert með sem nákvæmustum hætti, enda sé þetta líklega stærsti viðburður 21. aldarinnar.

Til þess að það sé hægt segir hann mikilvægt að vera kominn á vettvang sem fyrst eftir að árásum lýkur þar sem ástandið í borgum getur verið mjög fljótt að breytast á skömmum tíma.

„Sem betur fer eru úkraínskir verkfræðingar og borgarstarfsmenn svakalega fljótir að hreinsa upp, byggja upp og taka til – og allt þetta, og ég vil eiga myndir af því eins og þetta kemur undan Rússum. Það er það sem ég er að gera. Ég er búinn að sjá svakalega mikiðaf alls konar hörmungum. Því miður er ég búinn að sjá fjöldagrafir, ekki bara eina heldur nokkrar. Rosa mikið af dauða og eyðileggingu.“

mbl.is