Í lúxusbrúðkaupsferð með draumaprinsinum

Stjörnur á ferð og flugi | 10. nóvember 2022

Í lúxusbrúðkaupsferð með draumaprinsinum

Það væsir ekki um nýgiftu hjónin Grant Troutt og Madison Prewett sem eru um þessar mundir stödd í mikilli lúxusbrúðkaupsferð á Los Cabos í Mexíkó.

Í lúxusbrúðkaupsferð með draumaprinsinum

Stjörnur á ferð og flugi | 10. nóvember 2022

Nýgiftu hjónin Grant Troutt og Madison Prewett eru afar lukkuleg …
Nýgiftu hjónin Grant Troutt og Madison Prewett eru afar lukkuleg hvort með annað. Skjáskot/Instagram

Það væsir ekki um nýgiftu hjónin Grant Troutt og Madison Prewett sem eru um þessar mundir stödd í mikilli lúxusbrúðkaupsferð á Los Cabos í Mexíkó.

Það væsir ekki um nýgiftu hjónin Grant Troutt og Madison Prewett sem eru um þessar mundir stödd í mikilli lúxusbrúðkaupsferð á Los Cabos í Mexíkó.

Troutt og Prewett gengu í hið heilaga í síðasta mánuði við vægast sagt glæsilega athöfn í Texas með 400 gestum. Nú njóta þau sín í botn sem nýgift hjón og sleikja sólina.

Fann draumaprinsinn eftir Bachelor-ævintýrið

Árið 2020 var Prewett þátttakandi í 24. þáttaröð raunveruleikaþáttanna The Bachelor þar sem hún keppti um hjarta piparsveinsins Peters Weber, en hún hafnaði í öðru sæti í þáttaröðinni. Tveimur árum síðar hefur hún loks fundið draumaprinsinn sem fór á skeljarnar fyrir rúmum þremur mánuðum, en þá höfðu þau verið par í átta mánuði. 

Bachelor-stjarnan birti myndaröð frá brúðkaupsferðinni á Instagram-reikningi sínum á dögunum, en af myndum að dæma er rómantíkin í hámarki hjá hjónunum. 

Gista í lúxusvillu

Prewett sýndi einnig lúxusvilluna sem hjónin gista í, en þegar þau mættu tók á móti þeim haf af rauðum blöðrum og „Mr & Mrs Trout“-blöðrur prýddu gólfsíðan glugga með stórkostlegu útsýni. 

Í framhaldinu má sjá einkasundlaug við villu hjónanna og fallega verönd, en af myndböndunum að dæma er villan afar glæsileg og ekki amalegur staður til að njóta með ástinni sinni. 

Blöðruhaf blasti við hjónunum þegar þau mættu í villuna.
Blöðruhaf blasti við hjónunum þegar þau mættu í villuna. Skjáskot/Instagram
mbl.is