Verður ekki á götunni

Flóttafólk á Íslandi | 10. nóvember 2022

Verður ekki á götunni

„Ég hef fengið staðfestingu frá grískum stjórnvöldum um að hælisleitandi, sem notar hjólastól og var fluttur héðan í síðustu viku, verði ekki á götunni í Grikklandi heldur fái hann húsnæði,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður.

Verður ekki á götunni

Flóttafólk á Íslandi | 10. nóvember 2022

Birgir segist hafa fengið staðfestingu á því að Hassan verði …
Birgir segist hafa fengið staðfestingu á því að Hassan verði ekki á götunni í Grikklandi. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef fengið staðfestingu frá grískum stjórnvöldum um að hælisleitandi, sem notar hjólastól og var fluttur héðan í síðustu viku, verði ekki á götunni í Grikklandi heldur fái hann húsnæði,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður.

„Ég hef fengið staðfestingu frá grískum stjórnvöldum um að hælisleitandi, sem notar hjólastól og var fluttur héðan í síðustu viku, verði ekki á götunni í Grikklandi heldur fái hann húsnæði,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Alþingi

Hann á sæti í flóttamannanefnd Evrópuráðsins en formaður hennar er grískur þingmaður og fyrrverandi ráðherra. „Ég hafði samband við formanninn og hann fór í málið og hafði samband við ráðherra flóttamannamála í Grikklandi. Ráðherrann sagði að þessi maður fengi húsnæði. Fatlaður maður í hjólastól yrði ekki á götunni í Grikklandi.“

Birgir skoðaði flóttamannabúðir í Grikklandi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu 11. október. Hann segir að mikið átak hafi verið gert til að bæta aðbúnað flóttafólks í Grikklandi á síðustu tveimur árum.

„Ég hef því gagnrýnt þingsályktunartillögu sem komin er fram um að stöðva brottvísanir og endursendingar flóttafólks m.a. til Grikklands,“ segir Birgir.

„Þetta er tveggja ára tillaga sem fékk ekki afgreiðslu og er nú flutt óbreytt. Þar er vísað í slæmar aðstæður í Grikklandi. Það er ekki rétt og heilmikið hefur verið gert til bóta.

mbl.is