Vilja hækka flugið

Dagmál | 10. nóvember 2022

Vilja hækka flugið

Flugtak flugfélagsins Play hefur reynst þyngra en búist var við í upphafi. Tekjur félagsins eru minni en gert var ráð fyrir og þá hefur hækkandi eldsneytiskostnaður vegið þungt.

Vilja hækka flugið

Dagmál | 10. nóvember 2022

Birgir Jónsson er gestur í Dagmálum í dag.
Birgir Jónsson er gestur í Dagmálum í dag. Ljósmynd/mbl.is

Flugtak flugfélagsins Play hefur reynst þyngra en búist var við í upphafi. Tekjur félagsins eru minni en gert var ráð fyrir og þá hefur hækkandi eldsneytiskostnaður vegið þungt.

Flugtak flugfélagsins Play hefur reynst þyngra en búist var við í upphafi. Tekjur félagsins eru minni en gert var ráð fyrir og þá hefur hækkandi eldsneytiskostnaður vegið þungt.

Þetta kemur fram í viðtali við Birgi Jónsson, forstjóra Play, í nýjasta þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag.

Birgir segir að hann og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið fullbjartsýnir á hraða tekjumyndun félagsins en þær áætlanir hafi ekki gengið eftir. Það taki tíma fyrir nýtt vörumerki að vinna sér markaðs­hlutdeild. Hann hefur þó fulla trú á viðskiptamódeli félagsins og segir að um 30% ­Íslendinga sem fóru til útlanda í sumar hafi kosið að ferðast með Play. Birgir segir jafnframt að rekstur félagsins verði lagaður að aðstæðum hverju sinni og val á áfangastöðum taki mið af þeirri eftirspurn sem er til staðar. Hann segir þó að enn sé stefnt að því að hafa tíu vélar í rekstri næsta sumar.

Í viðtalinu er einnig fjallað um fyrirhugaða hlutafjáraukningu félagsins og áleitnar spurningar sem hafa komið upp vegna hennar, til dæmis um jafnræði milli hluthafa.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag og hægt er að horfa á Dagmál hér að neðan. 

mbl.is