„Við erum ennþá í hálfgerðu sjokki eftir þetta kvöld“

Snyrtibuddan | 12. nóvember 2022

„Við erum ennþá í hálfgerðu sjokki eftir þetta kvöld“

Það var ekki þverfótað fyrir skvísum á Editon hótelinu á föstudagskvöldið þegar Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir, eigendur Reykjavík Makeup School, héldu Masterclass-námskeið í samvinnu við franska snyrtivörumerkið Lancôme. 

„Við erum ennþá í hálfgerðu sjokki eftir þetta kvöld“

Snyrtibuddan | 12. nóvember 2022

Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Það var ekki þverfótað fyrir skvísum á Editon hótelinu á föstudagskvöldið þegar Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir, eigendur Reykjavík Makeup School, héldu Masterclass-námskeið í samvinnu við franska snyrtivörumerkið Lancôme. 

Það var ekki þverfótað fyrir skvísum á Editon hótelinu á föstudagskvöldið þegar Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir, eigendur Reykjavík Makeup School, héldu Masterclass-námskeið í samvinnu við franska snyrtivörumerkið Lancôme. 

„Við erum ennþá í hálfgerðu sjokki eftir þetta kvöld,“ segir Heiður Ósk en um 200 manns mættu og lærðu helstu bjútítrixin og bætir við: 

„Það er greinilega mikill áhugi fyrir svona viðburðum. Þetta snérist ekki bara um makeup heldur að halda fallegan og flottan og fallegan viðburð. Það voru allir svo glaðir og hamingjusamir og ótrúlega góð orka í salnum,“ segir hún. 

Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Heiður Ósk segist hafa verið svolítið stressuð fyrir viðburðinum því hún stóð uppi á sviði fyrir framan allan þennan fjölda. Hún segist þó hafa tekið stressið út tíu dögum fyrir viðburðinn því þegar á hólminn var komið var svo mikil lýsing á sviðinu að henni leið eins og hún væri ein í salnum. 

„Ég var bara eins og Palli sem var einn í heiminum,“ segir hún og hlær.

Heiður Ósk farðaði Kamillu Guðrúnu Lowen á viðburðinum. Hún segist hafa viljað fanga stemninguna sem fylgir hinni sönnu Parísardömu. Að förðunin væri í anda Lancôme en þó með hennar eigin einkennum. 

„Ég farðaði Kamillu Guðrúnu með þessari klassísku bjútískyggingu og notaði matta liti á augun en á sama tíma vildi ég hafa húðina frísklega og ljómandi. Ég vildi að förðunin væri þannig að áhorfendur gætu gert þetta sjálfir heima hjá sér. Ég notaði mínar uppáhaldsvörur frá Lancôme. Ég notaði Teint Idole Ultra Wear Foundation farðann og hyljarann Teint Idole Ultra Wear All Over Concealer. Í skygginguna notaði ég kremvörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér eins og Teint Idole Ultra Wear Stick Foundation: 06 Beige Cannelle, Teint Idole Ultra Wear Blush Stick: 01 Ambitious pink & 02 Vibrant Coral og Teint Idole Ultra Wear Highlighter Stick: Litur 03 Generous Honey. Þessar kremvörur gera það að verkum að áferðin verður mjög prófessional og þessar vörur eru auðveldar í notkun. Þetta eru algerlega stjörnurnar í lúkkinu ásamt eye-linernum Liner Idôle,“ segir Heiður Ósk en svo bætti hún við maskaranum Lash Idôle til að fullkomna útlitið. 

Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Salurinn tók andköf þegar hún setti hyljarann á Kamillu Guðrúnu en það sást svo vel hvað hann gerir mikið fyrir förðunina. 

„Það kæmi mér ekki á óvart ef 70% af salnum hefðu farið beint í Hagkaup og keypt hyljarann,“ segir hún og hlær og játar að vörurnar sem hún notaði séu í stöðugri notkun hjá henni sjálfri og að hún eigi þær alltaf heima hjá sér. 

Þegar talið berst að jólaförðun segir Heiður Ósk að jólin kalli á rauðan varalit, eye-liner og mikinn maskara. 

„Í öllum þessum jólaboðum er gaman að vera með fallegar rauðar varir. Það vilja allir eiga rauðan varalit um jólin,“ segir hún og undirstrikar að húðin eigi að vera með léttri áferð og þannig að hún ljómi. Þegar hún er spurð um skyggingar segir hún að þær séu að breytast. 

„Það er miklu minna um ýktar skyggingar. Í dag er meira um highlight en contouring. Það eru komnar svo mikið af kremvörum sem gera allar skyggingar miklu náttúrulegri. Þegar contouring-æðið var að byrja var mikið verið að nota púðurvörur. Kremvörurnar blandast betur inn í húðina og gera það að verkum að þessi venjulega kona á auðveldara með að farða sig.“

Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Nú hefur verið mikil gerviaugnháratíska í gangi. Finnst þér þetta trend vera að minnka?

„Það er rosalega persónubunduð. Það fer eftir hvort maður er heppinn með augnhár eða ekki. Ég hef tekið eftir því upp á síðkastið að fleiri eru farnir að nota augnháraserum. Það gerir það að verkum að augnhárin vaxa svo hratt að þau fara upp að augabrúnum,“ segir hún og undirstrikar að hver og einn þurfi að finna sinn takt. Það passi ekki það sama fyrir alla. 

Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
mbl.is