Fyrsti dauðadómurinn sem tengist mótmælunum

Mótmæli í Íran | 13. nóvember 2022

Fyrsti dauðadómurinn sem tengist mótmælunum

Íranskir dómsstólar hafa dæmt einstakling til dauða fyrir að hafa meðal annars kveikt í opinberri byggingu og fyrir samsæri um að fremja glæp gegn þjóðaröryggi.

Fyrsti dauðadómurinn sem tengist mótmælunum

Mótmæli í Íran | 13. nóvember 2022

Hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni í Íran hafa geisað í land­inu …
Hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni í Íran hafa geisað í land­inu eft­ir dauða hinn­ar 22 ára gömlu Mahsa Am­ini. AFP/Armend Nimani

Íranskir dómsstólar hafa dæmt einstakling til dauða fyrir að hafa meðal annars kveikt í opinberri byggingu og fyrir samsæri um að fremja glæp gegn þjóðaröryggi.

Íranskir dómsstólar hafa dæmt einstakling til dauða fyrir að hafa meðal annars kveikt í opinberri byggingu og fyrir samsæri um að fremja glæp gegn þjóðaröryggi.

Glæpur hins sakfellda tengist þátttöku hans í mótmælunum sem geisað hafa í landinu síðustu mánuði. Um er að ræða fyrsta dauðadóminn sem tengist þátttöku í mótmælunum.

Hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni hafa geisað í land­inu eft­ir dauða hinn­ar 22 ára gömlu Mahsa Am­ini. Hún lét lífið þrem­ur dög­um eft­ir að hún var hand­tek­in af hinni al­ræmdu siðgæðis­lög­reglu fyr­ir að brjóta íslamsk­ar regl­ur um klæðaburð kvenna.

mbl.is