Meira vakandi eftir að hún fékk draumastarfið

Framakonur | 15. nóvember 2022

Meira vakandi eftir að hún fékk draumastarfið

Dóra Jóhannsdóttir leikkona og leikstjóri hefur legið yfir fréttum og öllu því sem er að gerast í samfélaginu eftir að hún fékk það verkefni að leikstýra áramótaskaupi Sjónvarpsins. Í sumar byrjaði hópurinn að skrifa handritið og segir Dóra afar dapurlegt hvað þau hafi þurft að henda mörgum fyndnum atriðum sem komust ekki að. Tökur á áramótaskaupinu hefjast í dag og segir Dóra að það sé mikill spenningur í hópnum.

Meira vakandi eftir að hún fékk draumastarfið

Framakonur | 15. nóvember 2022

Dóra Jóhannsdóttir segir að það hafi þurft að henda fullt …
Dóra Jóhannsdóttir segir að það hafi þurft að henda fullt af góðum bröndurum því á nægu hafi verið að taka.

Dóra Jóhannsdóttir leikkona og leikstjóri hefur legið yfir fréttum og öllu því sem er að gerast í samfélaginu eftir að hún fékk það verkefni að leikstýra áramótaskaupi Sjónvarpsins. Í sumar byrjaði hópurinn að skrifa handritið og segir Dóra afar dapurlegt hvað þau hafi þurft að henda mörgum fyndnum atriðum sem komust ekki að. Tökur á áramótaskaupinu hefjast í dag og segir Dóra að það sé mikill spenningur í hópnum.

Dóra Jóhannsdóttir leikkona og leikstjóri hefur legið yfir fréttum og öllu því sem er að gerast í samfélaginu eftir að hún fékk það verkefni að leikstýra áramótaskaupi Sjónvarpsins. Í sumar byrjaði hópurinn að skrifa handritið og segir Dóra afar dapurlegt hvað þau hafi þurft að henda mörgum fyndnum atriðum sem komust ekki að. Tökur á áramótaskaupinu hefjast í dag og segir Dóra að það sé mikill spenningur í hópnum.

„Við erum mjög glöð og spennt að byrja tökur. Handritsvinnan var sjúklega skemmtilegt ferli þar sem við skrifuðum nóg af efni fyrir tvö skaup. Það var sárt að þurfa að henda svona mörgum sketsum fyrir tökur og óskandi að það væri líka til Skaupið 2 eða páskaskaup eða eitthvað svo við gætum nýtt allt grínið sem við skrifuðum,“ segir Dóra. 

Að hverju verður gert grín í áramótaskaupinu?

„Við gerum grín að því sem var áberandi og því sem okkur fannst fyndið eða fáránlegt í samfélaginu á árinu hvort sem það snýr að valdhöfum, þjóðþekktu fólki, almenningi eða okkur sjálfum.“

Hvað þykir landsmönnum fyndið núna?

„Það eru sem betur fer allir ólíkir og húmorinn eftir því, en vonandi hlæja allir að minnsta kosti sjö sinnum upphátt að okkar skaupi. Það var markmið sem við settum okkur í upphafi jafnvel þótt þú hafir búið í helli og hafir ekki hugmynd um hvað gerðist á árinu,“ segir hún og hlær. 

Hverjir eru hápunktar ársins hingað til að þínu mati?

„Ég vil ekki gefa það upp af því að það verður líklegast með í skaupinu og það má ekki skemma fyrir. En persónulegur hápunktur er klárlega að leikstýra skaupinu í fyrsta skiptið.“

Eruð þið ekki búin að vera í marga mánuði að undirbúa áramótaskaupið?

„Við byrjuðum að skrifa í ágúst og handritið var nánast tilbúið um miðjan október. Svo tók við fínpússun á handriti og undirbúningur fyrir tökur.“

Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir Áramótaskaupinu í fyrsta skipti í ár.
Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir Áramótaskaupinu í fyrsta skipti í ár.

Ertu búin að ákveða hvernig gamlárskvöld verður?

„Ég veit að það verður allavega stuð frá sirka kl 23-23:50 þegar skaupið verður í loftinu.“

Ertu aldrei stressuð fyrir því hvað fólkið í landinu segir?

„Ég hef verið yfirhandritshöfundur skaupsins 2017 og 2019 og fyrst var ég mjög stressuð en í seinna skiptið minna. Þetta árið er ég sultuslök yfir viðbrögðum fólks. Ég veit að við erum búin að gera okkar besta og ég er búin að hafa ótrúlega gaman af hingað til og get ekki beðið eftir að leikstýra nokkrum af skemmtilegustu leikurum landsins í þessum sketsum sem ég er ótrúlega stolt af.“

Hvað vonar þú að fólk segi? 

„Ég vona að fólk segi að það hafi aldrei séð jafn skemmtilegt skaup.“ 

Hvernig undirbýrðu svona stórt verkefni eins og að leikstýra áramótaskaupinu?

„Ég vissi í apríl að ég væri að fara að leikstýra skaupinu og þá fór ég strax að vera meira vakandi fyrir umræðunni í þjóðfélaginu. Fljótlega komu upp hjá mér alls konar hugmyndir sem ég skrifaði í „notes“ þangað til að skrifferlið hófst. Ég og Saga Garðarsdóttir völdum með okkur höfunda og svo höfum við líka fengið ráðgjöf hjá alls konar fólki með sérþekkingu á sérstökum málefnum. Svo er ég meðvituð um að sinna mér vel og lifa heilbrigðu og hamingjusömu lífi svo að ég geti notið þess til fulls að vinna draumavinnuna mína og vonandi gleðja þjóðina um áramótin.“

mbl.is